Al Nassr úr leik eftir klúður ársins hjá Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. mars 2024 22:55 Ronaldo klikkaði fyrir opnu marki. Yasser Bakhsh/Getty Images Portúgalski framherjinn Cristiano Ronaldo átti eitt af klúðrum ársins þegar Al Nassr féll úr leik í Meistaradeild Asíu gegn lærisveinum Hernán Crespo í Al Ain frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum í gær, mánudag. Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira
Al Ain vann fyrri leik liðanna á heimavelli og því þurftu Ronaldo og félagar að vinna með tveggja marka mun til að komast áfram þegar liðin mættust í Sádi-Arabíu í gær. Gestirnir komust hins vegar tveimur mörkum yfir áður en heimamenn svöruðu með þremur mörkum. Það var hins vegar í stöðunni 2-2, þegar slétt klukkustund var liðin, sem Ronaldo fékk besta færi ársins. Boltinn féll þá til hans eftir að markvörður Al Ain hafði mistekist að halda lausu skoti úr teignum. Á einhvern ótrúlegan hátt tókst þessari gömlu markamaskínu ekki að hitta markið og staðan því enn 2-2. Cristiano Ronaldo missed a shot worth 0.94(xG). pic.twitter.com/fh6UOpzxTP— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) March 12, 2024 Brasilíski bakvörðurinn Alex Telles kom Al Nassr á endanum 3-2 yfir og þar sem mörkin urðu ekki fleiri í venjulegum leiktíma þurfti að framlengja. Gestirnir jöfnuðu í 3-3 en Al Nassr fékk vítaspyrnu í blálokin sem Ronaldo skoraði úr. Þar sem staðan var 4-3 eftir framlengingu og 4-4 samanlagt þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá hvort liðið kæmist áfram. Þar reyndust gestirnir sterkari en þeir skoruðu úr þremur spyrnum á meðan Ronaldo var sá eini sem skoraði úr þeim fjórum spyrnum sem Al Nassr tók. Al Ain er því komið áfram í Meistaradeild Asíu á meðan Al Nassr situr eftir með sárt ennið.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fleiri fréttir Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Sjá meira