Fótbolti

Fréttamynd

Bikar­meistarinn Bruno: „Þurftum að fórna og þjást en við gerðum magnaða hluti“

„Þetta var síðasti möguleikinn á að ná einhverju jákvæðu út úr tímabilinu. Við vorum hér [í úrslitum ensku bikarkeppninnar] í fyrra en vorum ekki nægilega góðir þá og þurftum að horfa á þá taka við bikarnum,“ sagði Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, eftir 2-1 sigur á Englandsmeisturum Man City í úrslitum ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Enski boltinn
Fréttamynd

Heim­sóttu 160 battavelli á átta dögum

Þrír ungilngsstrákar heimsóttu 160 battavelli um allt land fyrir lokaverkefni sitt úr grunnskóla. Þeir segjast hafa verið í um fjóra mánuði að undirbúa verkefnið og ferðalagið hafa tekið átta daga.

Lífið
Fréttamynd

Bleik spjöld tekin í notkun á Copa América

Copa América mun leyfa liðum að framkvæma eina auka skiptingu ef leikmaður fær heilahristing á meðan leik stendur. Dómari mun þá lyfta bleiku spjaldi á loft sem gefur til kynna að um aukaskiptingu sé að ræða en ekki eina af fimm leyfilegum skiptingum. 

Fótbolti
Fréttamynd

De Bru­yne orðaður við nýtt fé­lag í MLS

Belgíski landsliðsmaðurinn og leikmaður Englandsmeistara Manchester City, Kevin De Bruyne, er orðaður við lið San Diego FC sem leikur í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann ku vera áhugasamur að færa sig um set en það er þó ekkert fast í hendi að svo stöddu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrennan sem eyði­lagði full­komið tíma­bil Leverkusen

Atalanta gerði sér lítið fyrir og vann Bayer Leverkusen fyrst allra liða á leiktíðinni þegar þau mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fótbolta. Mörk leiksins má sjá í spilaranum hér að neðan. Þau koma öll frá sama manninum en gætu þó vart verið ólíkari. 

Fótbolti
Fréttamynd

Andri Lucas á leið til Belgíu

Landsliðsframherjinn Andri Lucas Guðjohnsen virðist vera á leið til Belgíu ef marka má nýjustu fregnir frá Danmörku þar sem hann spilar nú. Gangi skiptin eftir þá verður hann dýrasti leikmaður sem Lyngby selur frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ó­trú­legur við­snúningur Lyon

Framan af nýlokinni leiktíð stefndi allt í að Lyon myndi falla úr frönsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Fjárhirslur félagsins hafa séð betri daga og virtist það vera ná til leikmanna liðsins sem voru í fallsæti í desember.

Fótbolti
Fréttamynd

Starfs­maður Fylkis dæmdur í tveggja leikja bann

Halldór Steinsson, íþróttafulltrúi Fylkis og liðsstjóri beggja meistaraflokka félagsins í Bestu deild karla og kvenna hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann þar sem hann hefu rnælt sér í tvö rauð spjöld til þessa á leiktíðinni. Þá þarf Fylkir að greiða 20 þúsund króna sekt vegna rauðu spjaldanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Menn eru gríðar­lega súrir“

Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans Fram við ÍA í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Það er þrátt fyrir að Fram hafi komist yfir og fengið upplagt tækifæri til að skora undir lokin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tvenna Orra Steins dugði ekki og titil­vonir FCK úr sögunni

Titilvonir FC Kaupmannahafnar eru úr sögunni eftir óvænt 3-2 tap gegn AGF á útivelli í næstsíðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar. Orri Steinn Óskarsson skoraði bæði mörk FCK í kvöld en liðið er fjórum stigum á eftir Bröndby og Midtjylland þegar ein umferð er til loka tímabilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Völdu Albert í lið ársins

Fjölmiðillinn IFTV, Italian Football, TV, hefur valið landsliðsmanninn Albert Guðmundsson í lið ársins í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Tuchel daðrar við Man United og Chelsea

Þýski knattspyrnustjórinn Thomas Tuchel virðist hafa mikinn áhuga á að snúa aftur til Englands en hann stýrði Chelsea frá janúar 2021 til síðla árs 2022. Hann er nú orðaður við Manchester United sem og Chelsea á nýjan leik.

Enski boltinn