„Ekkert skemmtilegra en að vinna Val“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. maí 2024 12:31 Agla María í leik við Val í fyrra. Vísir/Hulda Margrét Agla María Albertsdóttir er klár í slaginn fyrir stórleik kvöldsins í Bestu deild kvenna. Ósigruð topplið Breiðabliks og Vals mætast á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport. Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Agla María hefur farið mjög vel af stað í sumar, líkt og Blikaliðið í heild. Hún hefur skorað fimm mörk í fyrstu fimm leikjum sumarsins og lagt nokkur upp að auki. Breiðablik og Valur eru jöfn á toppnum með fullt hús eftir fyrstu fimm umferðirnar og spennan mikil fyrir kvöldinu. „Þetta leggst mjög vel í mig, veðrið er ekki það besta, en þetta verður hörkuleikur. Allir þessir leikir gegn þeim hafa verið erfiðir en við erum búnar að undirbúa okkur vel og ég held að þetta muni bara ganga vel,“ segir Agla María. Liðin hafa barist um titilinn síðustu ár og jafnan verið í toppbaráttunni. Agla segir alltaf sérstaka tilfinningu fyrir leikina við Val, samanborið við aðra leiki. „Það er alltaf auka spenningur, eiginlega alveg sama hvernig deildin hefur spilast, er alltaf auka kraftur sem kemur á leikdögum á móti þeim. Það er alltaf auka fiðringur. En deildin er það jöfn að allir leikir eru erfiðir. En það er ekkert skemmtilegra en að vinna Val,“ segir Agla María. Þrátt fyrir það hefur undirbúningur verið hefðbundinn. „Þetta er alltaf sama prógramið sem við förum í gegnum fyrir leiki. Nik og Edda eru búin að greina Valsliðið mjög vel. Það er mjög hefðbundinn undirbúningur, við gerum ekkert öðruvísi fyrir leiki við þær,“ segir Agla María. En hvað þurfa Blikakonur að gera til að fagna sigri í kvöld? „Ég held að það sé að standa varnarleikinn vel eins og við höfum gert í upphafi móts. Við erum búnar að gera það mjög vel. Að halda leiknum opnum eins lengi og hægt er og halda markinu okkar hreinu, ég held að það sé algjört lykilatriði á móti þeim. Svo eru þær með mjög öfluga einstaklinga innan sinna raða sem við þurfum að loka á,“ segir Agla María. Breiðablik og Valur mætast klukkan 18:00 á Kópavogsvelli. Leikurinn verður sýndur í beinni á Stöð 2 Sport.
Íslenski boltinn Fótbolti Breiðablik Valur Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira