Kaupstefna Brighton ástæðan fyrir brotthvarfi De Zerbi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. maí 2024 23:31 Mun ekki stýra Brighton á næstu leiktíð. Adam Davy/Getty Images Það þótti heldur óvænt þegar tilkynnt var að Roberto De Zerbi myndi yfirgefa enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion nú í sumar. Nú hefur verið greint frá því hvers vegna hann mun leita á önnur mið. Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira
Hinn 44 ára gamli De Zerbi er talinn með efnilegri þjálfurum ensku úrvalsdeildarinnar en hann kom til Brighton árið 2022 frá Shakhtar Donetsk í Úkraínu. Þar áður hafði hann náð eftirtektarverðum árangri með Sassuolo í heimalandinu. Hann vakti strax athygli fyrir leikstíl sinn og sá De Zerbi til þess að Brighton saknaði Graham Potter ekki neitt en sá fór til Chelsea. Það virtist ekki koma að sök að Brighton seldi einnig marga af sínu bestu mönnum en það virðist þó hafa farið í taugarnar á De Zerbi. The Athletic hefur greint frá því að De Zerbi og eigandinn Tony Bloom séu einfaldlega ekki á sömu blaðsíðu þegar kemur að leikmannastefnu félagsins. Sem stendur vill Brighton: Unga og efnilega leikmenn sem hægt er að kaupa ódýrt, þjálfa upp og selja fyrir fúlgur fjár eftir að þeir hafa sýnt hvað þeir geta hjá Brighton. Dæmi um slíka leikmenn eru: Kaoru Mitoma, Simon Adingra, Julio Enciso og Evan Ferguson. Reynslumikla leikmenn, helst enska, sem hafa unnið titla og geta leiðbeint yngri leikmönnum. Þar má nefna James Milner, Adam Lallana og Danny Welbeck. De Zerbi vill einfaldlega fleiri leikmenn í aldurs- og launaflokknum þarna á milli. Það er Bloom ekki til í enda hefur hans hugmyndafræði skotið Brighton upp deildirnar og alla leið í Evrópukeppni á síðustu leiktíð, undir stjórn De Zerbi. Þar sem Bloom haggast ekki á sinni skoðun og De Zerbi telur sig hafa komið Brighton eins langt og hann mögulega getur þá skilja leiðir í sumar. Which club do you think Roberto De Zerbi will manage next? pic.twitter.com/QUAT4badHs— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) May 18, 2024 De Zerbi hefur þegar verið orðaður við lið á borð við AC Milan og Bayern München á meðan Brighton horfir til Kieran McKenna, manninum sem hefur komið Ipswich Town úr C-deildinni í ensku úrvalsdeildina á aðeins tveimur árum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Sjá meira