Kompany stýrði Burnley upp úr Championship-deildinni í fyrra í fyrstu tilraun þar sem liðið vann ensku B-deildina með yfirburðum. Menn voru stórhuga fyrir nýliðna leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.
Burnley keypti leikmenn fyrir yfir 100 milljónir punda og stórvægilegar breytingar orðið á leikmannahópi liðsins á tveimur árum Kompany með liðið. Alþjóðavæðing varð í hópnum sem nánast einvörðungu skipaður leikmönnum frá Bretlandseyjum og hópurinn einnig yngdur upp til muna.
Það skilaði ekki árangrinum sem vonast var eftir og Burnley fór beinustu leið niður ásamt hinum tveimur nýliðunum, Luton Town og Sheffield United.
🚨🇧🇪 Vincent Kompany has still not received any call from Chelsea despite links with the job.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 22, 2024
Kompany remains in contact with FC Bayern as revealed on Monday, talks took place and he’s keen on this chance.
He’s waiting for Bayern to decide for their fav option in the list. pic.twitter.com/LaSMx7OSYl
Þrátt fyrir erfiða leiktíð er Kompany sagður á lista hjá bæði Chelsea og Bayern Munchen sem nýr knattspyrnustjóri. Chelsea sleit samstarfi við Mauricio Pochettino í gær en Lundúnaliðið sýndi fína takta á seinni hluta leiktíðar.
Thomas Tuchel er á förum frá Bayern Munchen þrátt fyrir að einhverjir í stjórnarteymi Bæjara hafi viljað halda honum. Þjálfaraleitin í Bæjaralandi hefur gengið brösuglega en Xabi Alonso, Julian Nagelsmann, Ralf Rangnick og Oliver Glasner eru á meðal þeirra sem hafa hafnað félaginu.
Samkvæmt Fabrizio Romano bíður Kompany enn símtals frá Lundúnum en er í sambandi við Bayern.