Fótbolti Þungbrýndur Kári á fornar slóðir Það var ekki að sjá mikla gleði á andlitum þeirra Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi, og Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar liðið dróst gegn FC Noah frá Armeníu úr sjötta styrkleikaflokki Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 30.8.2024 14:03 Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Fótbolti 30.8.2024 10:33 Fá ekki að lagfæra bókhaldið með því að selja eignir til systurfélaga Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í komið á hálan ís hvað varðar fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, eftir að kaupa mann og annan undanfarin misseri. Enski boltinn 29.8.2024 14:32 Andorrski foringinn bætti treyju Pablo Punyed í safnið Íslandsmeistarar Víkings eru staddir í Andorra í Pýreneafjöllum og eiga þar síðari leik við Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar fyrir höndum klukkan 18:00 í kvöld. Í Andorra er maður sem lætur heimsóknir erlendra fótboltamanna aldrei fram hjá sér fara. Fótbolti 29.8.2024 14:00 Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Fótbolti 29.8.2024 12:31 Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Fótbolti 29.8.2024 12:01 Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Enski boltinn 29.8.2024 09:32 Nuñez dæmdur í fimm leikja bann Darwin Nuñez, framherji Liverpool, mun missa af næstu fimm landsleikjum Úrúgvæ eftir að hafa verið dæmdur í fimm leikja bann. Þá fékk framherjinn sekt upp á nærri þrjár milljónir króna. Fótbolti 29.8.2024 08:32 „Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Fótbolti 29.8.2024 08:01 Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Fótbolti 29.8.2024 07:31 Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Fótbolti 28.8.2024 19:15 Sala Bournemouth fjármagnar kaupin á Chiesa Allt stefnir í að Ítalinn Federico Chiesa verði leikmaður Liverpool á Englandi á næstu dögum, ef ekki hreinlega verður gengið frá skiptum hans í dag. Liverpool fær Ítalann á tombóluverði sem fjármagnast að stórum hluta utan frá. Enski boltinn 28.8.2024 15:31 „Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Fótbolti 28.8.2024 08:01 „Sorgardagur fyrir fótboltann“ Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Fótbolti 28.8.2024 06:31 Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Fótbolti 27.8.2024 23:00 Stúkan: „Kennie Chopart, hvad laver du?“ Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir varnarleik Fram en liðið mátti þola 2-1 tap á heimavelli í síðasta leik sínum í Bestu deild karla. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins, velti einfaldlega fyrir sér hvað Kennie Chopart og félagar í öftustu línu væru að gera. Íslenski boltinn 27.8.2024 22:17 Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Fótbolti 27.8.2024 21:36 Stefán Teitur eini Íslendingurinn sem komst áfram Stefán Teitur Þórðarson var eini Íslendingurinn komst áfram í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld en alls voru fimm Íslendingalið í eldlínunni. Enski boltinn 27.8.2024 21:00 Cancelo frekar til Al Hilal en Ronaldo og félaga Hinn portúgalski João Cancelo er genginn í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu. Vekur það athygli þar sem Al Hilal er ríkjandi meistari og Al Nassr, lið Cristiano Ronaldo, þarf nauðsynlega á liðsstyrk að halda. Fótbolti 27.8.2024 19:32 Højbjerg nýr fyrirliði Danmerkur Hinn 29 ára gamli Pierre-Emile Højbjerg fær það verðuga verkefni að fylla skarðið sem Simon Kjær skilur eftir sig í karlalandsliði Danmerkur í knattspyrnu en Højbjerg er nýr fyrirliði liðsins. Fótbolti 27.8.2024 18:31 Lukaku samþykkir að spila undir stjórn Conte Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á Ítalíu. Fótbolti 27.8.2024 17:47 Skipta ensku kantmennirnir? Chelsea og Manchester United eru bæði með enskan kantmann á sínum snærum sem félögin vilja losa sig við. Breskir miðlar greina frá því að leikmannaskipti séu ekki útilokuð. Enski boltinn 27.8.2024 16:23 Hittu mjög viðkvæman stað á vítaskyttunni Lið Olimpija Ljubljana og NK Maribor, erkifjendur slóvenska fótboltans, mættust um helgina og þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna óláta áhorfenda. Fótbolti 27.8.2024 16:01 Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Íslenski boltinn 27.8.2024 09:02 Söfnuðu nærri tveimur milljónum til minningar um Pétur Ben Knattspyrnulið Augnabliks safnaði nýverið nærri tveimur milljónum króna sem runnu óspart til Píeta Samtakanna en þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Íslenski boltinn 27.8.2024 07:00 Chiesa á blaði hjá Liverpool Hinn 26 ára gamli Federico Chiesa er á blaði hjá Liverpool en það er ljóst að Arne Slot, nýr þjálfari liðsins, vill styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Enski boltinn 26.8.2024 23:31 Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Fótbolti 26.8.2024 23:02 „Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:16 Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. Fótbolti 26.8.2024 21:45 Juventus vann aftur öruggan sigur Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Fótbolti 26.8.2024 20:53 « ‹ 12 13 14 15 16 17 18 19 20 … 334 ›
Þungbrýndur Kári á fornar slóðir Það var ekki að sjá mikla gleði á andlitum þeirra Kára Árnasonar, yfirmanns knattspyrnumála hjá Víkingi, og Guðjóns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra félagsins, þegar liðið dróst gegn FC Noah frá Armeníu úr sjötta styrkleikaflokki Sambandsdeildarinnar. Fótbolti 30.8.2024 14:03
Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Fótbolti 30.8.2024 10:33
Fá ekki að lagfæra bókhaldið með því að selja eignir til systurfélaga Enska knattspyrnufélagið Chelsea er í komið á hálan ís hvað varðar fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, eftir að kaupa mann og annan undanfarin misseri. Enski boltinn 29.8.2024 14:32
Andorrski foringinn bætti treyju Pablo Punyed í safnið Íslandsmeistarar Víkings eru staddir í Andorra í Pýreneafjöllum og eiga þar síðari leik við Santa Coloma í umspili Sambandsdeildarinnar fyrir höndum klukkan 18:00 í kvöld. Í Andorra er maður sem lætur heimsóknir erlendra fótboltamanna aldrei fram hjá sér fara. Fótbolti 29.8.2024 14:00
Vinícius og félagar ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði á nýjan leik Brasilíumaðurinn Vinícius Júnior segir að hann og liðsfélagar hans í Real Madríd muni ganga af velli verði hann fyrir kynþáttaníði í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á þessari leiktíð. Fótbolti 29.8.2024 12:31
Arnar gefur engan slaka: „Það er bara ekki í boði“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, hugsar ekkert um leik helgarinnar við Val þegar kemur að liðsvali fyrir Evrópuleik kvöldsins við Santa Coloma í Andorra. Víkingar leiða einvígið 5-0. Fótbolti 29.8.2024 12:01
Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Enski boltinn 29.8.2024 09:32
Nuñez dæmdur í fimm leikja bann Darwin Nuñez, framherji Liverpool, mun missa af næstu fimm landsleikjum Úrúgvæ eftir að hafa verið dæmdur í fimm leikja bann. Þá fékk framherjinn sekt upp á nærri þrjár milljónir króna. Fótbolti 29.8.2024 08:32
„Svipað og þegar við tókum yfir liðið á sínum tíma“ Gylfi Þór Sigurðsson verður hluti af landsliðshópi Íslands sem mætir Svartfjallalandi og Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta byrjun næsta mánaðar. Hann er spenntur fyrir nýrri kynslóð leikmanna í landsliðinu. Fótbolti 29.8.2024 08:01
Ronaldo vantar 101 mark til að ná markmiði sínu Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo virðist ekki vera farinn að íhuga það að leggja skóna á hilluna. Hann er einu marki frá marki númer 900 á ferlinum en hann stefnir á að skora 1000 mörk áður en skórnir fara upp í hillu. Það sem meira er, öll mörkin til þessa eru til á myndbandi. Fótbolti 29.8.2024 07:31
Spilar fótbolta til að vera í landsliðinu „Á meðan ég get spilað fótbolta mun ég spila fyrir landsliðið,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson sem verður með A-landsliði karla í fótbolta í komandi leikjum í Þjóðadeildinni. Fótbolti 28.8.2024 19:15
Sala Bournemouth fjármagnar kaupin á Chiesa Allt stefnir í að Ítalinn Federico Chiesa verði leikmaður Liverpool á Englandi á næstu dögum, ef ekki hreinlega verður gengið frá skiptum hans í dag. Liverpool fær Ítalann á tombóluverði sem fjármagnast að stórum hluta utan frá. Enski boltinn 28.8.2024 15:31
„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Fótbolti 28.8.2024 08:01
„Sorgardagur fyrir fótboltann“ Úrúgvæski knattspyrnumaðurinn Juan Izquierdo, sem hneig niður í Copa Libertadores leik í síðustu viku, er látinn. Fótbolti 28.8.2024 06:31
Veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn Knattspyrnumaðurinn Andros Townend er í áhugaverðri stöðu þessa dagana. Hann hreinlega veit ekki hvaða félagi hann er samningsbundinn eftir að félaginu sem hann samdi nýverið við var bannað að skrá leikmenn í leikmannahóp sinn. Fótbolti 27.8.2024 23:00
Stúkan: „Kennie Chopart, hvad laver du?“ Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir varnarleik Fram en liðið mátti þola 2-1 tap á heimavelli í síðasta leik sínum í Bestu deild karla. Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur þáttarins, velti einfaldlega fyrir sér hvað Kennie Chopart og félagar í öftustu línu væru að gera. Íslenski boltinn 27.8.2024 22:17
Galatasaray beið afhroð geng Young Boys Rándýrt lið Galatasaray mun ekki spila í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir tap gegn Young Boys frá Sviss í kvöld. Heimamenn í Galatasaray þurftu að vinna leikinn með tveggja marka mun en enduðu á að tapa 0-1. Fótbolti 27.8.2024 21:36
Stefán Teitur eini Íslendingurinn sem komst áfram Stefán Teitur Þórðarson var eini Íslendingurinn komst áfram í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld en alls voru fimm Íslendingalið í eldlínunni. Enski boltinn 27.8.2024 21:00
Cancelo frekar til Al Hilal en Ronaldo og félaga Hinn portúgalski João Cancelo er genginn í raðir Al Hilal í Sádi-Arabíu. Vekur það athygli þar sem Al Hilal er ríkjandi meistari og Al Nassr, lið Cristiano Ronaldo, þarf nauðsynlega á liðsstyrk að halda. Fótbolti 27.8.2024 19:32
Højbjerg nýr fyrirliði Danmerkur Hinn 29 ára gamli Pierre-Emile Højbjerg fær það verðuga verkefni að fylla skarðið sem Simon Kjær skilur eftir sig í karlalandsliði Danmerkur í knattspyrnu en Højbjerg er nýr fyrirliði liðsins. Fótbolti 27.8.2024 18:31
Lukaku samþykkir að spila undir stjórn Conte Belgíski framherjinn Romelu Lukaku hefur samþykkt að ganga í raðir Napoli á Ítalíu. Fótbolti 27.8.2024 17:47
Skipta ensku kantmennirnir? Chelsea og Manchester United eru bæði með enskan kantmann á sínum snærum sem félögin vilja losa sig við. Breskir miðlar greina frá því að leikmannaskipti séu ekki útilokuð. Enski boltinn 27.8.2024 16:23
Hittu mjög viðkvæman stað á vítaskyttunni Lið Olimpija Ljubljana og NK Maribor, erkifjendur slóvenska fótboltans, mættust um helgina og þar þurfti að gera hlé á leiknum vegna óláta áhorfenda. Fótbolti 27.8.2024 16:01
Sofið minna en skorað meira: „Ekki eitthvað sem ég mæli með“ Björn Daníel Sverrisson raðar inn mörkum fyrir FH og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deild karla. Björn kveðst óviss um hvað orsaki markaflóðið en segist þó hafa sofið minna í ár en þau á undan. Íslenski boltinn 27.8.2024 09:02
Söfnuðu nærri tveimur milljónum til minningar um Pétur Ben Knattspyrnulið Augnabliks safnaði nýverið nærri tveimur milljónum króna sem runnu óspart til Píeta Samtakanna en þau sinna forvarnastarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Íslenski boltinn 27.8.2024 07:00
Chiesa á blaði hjá Liverpool Hinn 26 ára gamli Federico Chiesa er á blaði hjá Liverpool en það er ljóst að Arne Slot, nýr þjálfari liðsins, vill styrkja hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar. Enski boltinn 26.8.2024 23:31
Liðsfélagarnir stríða táningnum með því að kalla hann Bobby Undrabarnið Endrick skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madríd um helgina. Hann birti í kjölfarið færslu á Instagram-síðu sinni þar sem liðsfélagar hans stríddu honum með því að kalla leikmanninn því sem virðist vera nýja gælunafn hans hjá félaginu. Fótbolti 26.8.2024 23:02
„Ekki mikið að pæla í stöðutöflunni“ Stjarnan vann mikilvægan 2-0 heimasigur á HK í kvöld í 20. umferð Bestu deildar karla. Sigurinn skilaði liðinu upp um tvö sæti og situr nú í sjötta sætinu þegar aðeins tvær umferðir eru þangað til að deildin skiptist í tvennt. Íslenski boltinn 26.8.2024 22:16
Guðrún og stöllur veittu ekki viðtöl eftir hótun í garð leikmanns Landsliðskonana Guðrún Arnardóttir tryggði toppliði Rosengård gríðarlega mikilvægan sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Leikmenn liðsins gáfu hins vegar ekki kost á sér í viðtölum eftir leik eftir að leikmanni liðsins barst hótun. Fótbolti 26.8.2024 21:45
Juventus vann aftur öruggan sigur Thiago Motta gæti vart hafa byrjað betur sem þjálfari Juventus. Eftir tvo leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, er liðið með tvo sigra og markatöluna 6-0. Fótbolti 26.8.2024 20:53