Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Sambandið virðist strax hafa orðið mjög gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea, þó að segja megi að Heimir hafi tekið starfið af O'Shea. Getty/Stephen McCarthy John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira