Besta deild karla

Fréttamynd

„Vorum eitthvað ragir að spila fram á við í seinni hálfleik"

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var ánægður með stigin þrjú sem hans lið hlaut gegn Fram. Valur komst snemma yfir og bar mikla yfirburði í upphafi en spilamennskan dalaði svo töluvert í seinni hálfleiknum, þeim tókst þó að halda þetta út og klára leikinn 1-0. Valsmenn koma sér með þessum sigri upp í annað sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Víkings.

Sport
Fréttamynd

„Stefán Árni er ekki að fara neitt“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var að vonum vonsvikinn eftir 2-1 tap KR gegn Víkingum í Vesturbænum nú í kvöld. KR-ingar spiluðu vel og voru ef eitthvað er sterkari aðili leiksins en það voru gestirnir sem fóru heim í Fossvoginn með stigin þrjú.

Sport
Fréttamynd

„Við þurftum að þjást meira en við vildum“

Leikur HK og Stjörnunnar í Bestu deild karla endaði með 1-1 jafntefli í Kórnum í kvöld. Þrátt fyrir að Stjarnan hafi pressað hátt og skapað fleiri færi en HK var Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, ósáttur með að hafa ekki stolið stigunum þremur.

Sport
Fréttamynd

Viðar Ari gæti spilað með Fram í sumar

Viðar Ari Jónsson æfir um þessar mundir með liði Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið ungverska liðið Honvéd og gæti spilað með Fram í Bestu deildinni ef ekkert býðst erlendis.

Íslenski boltinn