„Þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir“ Kári Mímisson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis Vísir/Pawel Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, segist vera sáttur með frammistöðu liðsins gegn KA nú í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli sem Rúnar segir að séu vonbrigði miðað við hvernig leikurinn spilaðist. „Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“ Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Ef við förum yfir leikinn þá fannst mér við vera mjög fínir í fyrri hálfleik og leiddum leikinn algjörlega. Í byrjun seinni hálfleiks þá bökkum við og KA-menn komast inn í þetta en síðan erum við mjög öflugir síðustu 20 mínúturnar. Við fáum tvö, þrjú mjög góð færi í þessum leik til þess að skora mörk. Dóri í fyrri hálfleik og síðan Emil í seinni ásamt því að fá frábærar stöður nokkrum sinnum í leiknum.“ „Ég man ekki til þess að KA-menn hafi fengið mörg færi í þessum leik. Þeir skora úr einhverri fyrirgjöf þar sem það eru tveir hafsentar gegn einum framherja og það er bara í fyrsta sinn í sumar þar sem framherjinn skorar á okkur í sumar þegar hann er bara ódekkaður inn í teig sem að á bara ekki að gerast. Þetta er bara lélegt og ég er mjög ósáttur við það mark. Heilt yfir var frammistaðan í leiknum mjög fín og ég er ánægður með hana en ég hefði viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur tækifæri til þess.“ Spurður út í það hvað þetta stig gefur liðinu svaraði Rúnar á skemmtilegan hátt og segir að liðið hafi unnið fyrir því og hrósaði liðinu sínu fyrir frammistöðuna í dag. „Á þessum tímapunkti þá gefur þetta okkur bara eitt stig. Hefðum við viljað þrjú, já sjálfsagt. Við þurfum bara að sætta okkur við þetta stig sem við unnum fyrir, unnum ekki fyrir neinu meira en það í dag. Hefðum við ekki fengið þetta mark á okkur þá hefðum við unnið þennan leik og fengið þrjú stig. Þannig er þessi blessaði fótbolti bara. „Ég ætla bara að hrósa strákunum, þeir voru bara mjög fínir að mörgu leyti í þessum leik. Theodór Ingi sem spilaði byrjaði sinn fyrsta leik og var frábær í 60 mínútur en var orðinn smá þreyttur þá. Það er gaman að sjá unga stráka koma inn, fá tækifæri til að spreyta sig og gera það vel.“ Theodór Ingi Óskarsson byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Fylki í dag og átti mjög góðan leik í dag og fór þó nokkrum sinnum illa með varnarmenn KA. Hversu erfitt var að taka hann af velli? „Hann var auðvitað bara orðinn þreyttur og maður sá það alveg. Frammistaðan hans í 60 mínútur var frábær og það er mjög erfitt að eiga við hann, ótrúlega fljótur og góður einn á móti einum. Hann þarf bara að halda áfram að vinna í því.“ Glugginn að lokast núna á þriðjudaginn, má reikna með einhverjum breytingum á hópnum ykkar? „Það er allavega enginn að fara héðan en þetta er meira spurning um það hvort einhver komi og það verður bara að koma í ljós. Eins og staðan er akkúrat núna þá sé ég það ekki gerast.“
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild karla Fylkir Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira