Besta deild karla

FH lánar Sam Tillen
Enski vinstri bakvörðurinn leitar sér að liði til að spila með í sumar.

Höskuldur: Þetta var erfitt því hugurinn var kominn út
Blikanum langaði mikið út þegar Hammarby sóttist eftir honum en nú einbeitir hann sér að Pepsi-deildinni með Breiðabliki.

Pepsi-spáin 2016: Breiðablik hafnar í 4. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Breiðabliki fjórða sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en liðið kom skemmtilega á óvart í fyrra og landaði silfrinu.

Fyrsti titill Hamars
Hamar frá Hveragerði varð á sunnudaginn Lengjubikarmeistari í C-deild eftir sigur á KFG í úrslitaleik á Samsung-vellinum.

Markakóngur 1. deildar til Vals
Valur hefur fengið framherjann Björgvin Stefánsson á láni frá Haukum.

Lið hafa ekki náð að vinna Valsmenn í Meistarakeppninni síðan 1989
Valsmenn urðu í gær meistarar meistaranna í níunda sinn þegar bikarmeistararnir frá Hlíðarenda unnu Íslandsmeistara FH í vítakeppni.

Guðjón Pétur: Tel mig hafa leiðrétt skoðun Arnars
Guðjón Pétur Lýðsson fór frá Breiðabliki til Vals og nýtur þess í botn að vera í sigursælu umhverfi á Hlíðarenda.

Pepsi-spáin 2016: Valur hafnar í 5. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Val fimmta sæti pepsi-deildarinnar í ár eða sama sæti og liðið hefur hafnað í undanfarin þrjú ár.

Böðvar kallaður heim úr láni
Böðvar Böðvarsson er á leið aftur til Íslandsmeistara FH eftir stutta dvöl hjá Midtjylland í Danmörku.

Sjáðu mörkin og vítakeppnina í Meistarakeppninni | Myndband
Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit í leik Vals og FH í Meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 3-3 (1-4) | Valsmenn meistarar meistaranna
Valsmenn eru meistarar meistaranna eftir sigur á FH í meistarakeppni KSÍ í kvöld.

Bikarkeppnin ber nafn Borgunar til ársloka 2017
Bikarkeppni KSÍ mun bera nafn Borgunar út árið 2017. Borgun og 365 miðlar skrifuðu undir samning þess efnis í höfuðstöðvum KSÍ í dag.

Viktor Bjarki: Draumurinn er að vinna titil með Víkingi
Viktor Bjarki Arnarsson er orðinn fyrirliði uppeldisfélagsins sem spáð er sjötta sæti í sumar.

Pepsi-spáin 2016: Víkingur hafnar í 6. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Víkingi Reykjavík sjötta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er þremur sætum ofar en liðið endaði á síðasta ári.

Pepsi-spáin 2016: Fylkir hafnar í 7. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Fylki sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en það er einu ofar en liðið lenti á síðasta tímabili.

Slæmar fréttir fyrir sumarið hjá KR?
KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið.

Þórir: Naut þess að spila sem framherji
Þórir Guðjónsson telur Fjölnisliðið sem spáð er áttunda sæti vera gott og er bjartsýnn fyrir sumarið.

Pepsi-spáin 2016: Fjölnir hafnar í 8. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Fjölni áttunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar en Grafarvogsliðið jafnaði sinn besta árangur í fyrra og lenti í sjötta sæti.

Kári: Reyni allt til þess að spila
Annar leikur KR og Hauka um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta fer fram í kvöld. Stjarna Hauka, Kári Jónsson, ætlar að reyna að bíta á jaxlinn og spila leikinn í kvöld. Þetta eru síðustu leikir hans fyrir Hauka.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið
Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg.

Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar
Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar.

Gunnar Heiðar: Nóg af spjalli - nú þarf að gera eitthvað
Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom til Vestmannaeyja með skýra sýn um hvað þyrfti að gera.

Pepsi-spáin 2016: ÍBV hafnar í 9. sæti
Íþróttadeild 365 spáir ÍBV níunda sæti Pepsi-deildarinnar í sumar, einu ofar en liðið hafnaði á síðasta ári.

Nú má dómari gefa mönnum rautt spjald löngu fyrir leik
Íslendingar verða svo sannarlega í fararbroddi í dómaramálum heimsfótboltans í vor því KSÍ fær að byrja tímabilið með nýju knattspyrnulögum sem taka ekki gildi annarsstaðar í heiminum fyrr en 1. júní.

Ármann Smári: Þetta á að takast á heimamönnum en það tekur tíma
Miðvörðurinn stóri spilar sitt fimmta tímabil á Skaganum í sumar og er lykilmaður í liði ÍA.

Pepsi-spáin 2016: ÍA hafnar í 10. sæti
Íþróttadeild 365 spáir Skagamönnum fallbaráttu í Pepsi-deildinni í sumar eftir flott tímabil í fyrra.

Ejub: Hef ekki fengið sekt í allan vetur
Ejub Perusevic er með nýliða í Pepsi-deild karla í sumar og hefur verið með tvo æfingahópa í tveimur landshlutum í allan vetur.

Fimmti Daninn kominn til KR-inga
KR-ingar hafa samið við nýjan erlendan leikmann en sá um ræðir en hinn 23 ára gamli Denis Fazlagic.

Þorsteinn Már: Ég mæti bara og spila fótbolta
Sóknarmaðurinn Þorsteinn Már Ragnarsson er kominn heim í Víking Ólafsvík og ætlar liðinu að halda sér uppi.

Pepsi-spáin 2016: Víkingur Ó. hafnar í 11. sæti
Íþróttadeild 365 spáir nýliðum Víkings Ólafsvíkur 11. og næst neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar.