Milos: Hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2017 18:30 Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Þrír nýir erlendir leikmenn voru kynntir til sögunnar hjá Víkingum í dag. Til stóð að kynna þann fjórða en sá leikmaður, 27 ára hollenskur framherji að nafni Romario, hætti hins vegar við á síðustu stundu - eftir að búið var að boða til blaðamannafundar og sá hollenski kominn til landsins. Eftir standa því fimm erlendir leikmenn í herbúðum Víkinga. Auk Alan Lowing og Vladimir Tufegdzic verða þeir Geoffrey Castillion, hollenskur sóknarmaður, Milos Ozegovic, serbneskur miðjumaður og Muhammed Mert, belgískur sóknartengiliður, á mála hjá Víkingum í sumar. Milos Milojevic, þjálfari Víkings, vonast til að með því hafi hann náð að fylla í þau skörð sem leikmenn sem fóru frá liðinu í haust skildu eftir sig. „Mér finnst hópurinn hjá okkur líta mjög vel út í dag miðað við hvernig þetta leit út fyrir áramót,“ sagði Milos Milojevic, þjálfari Reykjavíkur Víkinga í Pepsi-deild karla næsta sumar, í viðtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, íþróttafréttamann 365. „Þessir nýju leikmenn eru allir, fyrir utan Geoffrey, búnir að vera hérna lengra en í mánuð. Þeir eru allir að finna sig vel innan hópsins og eru að koma vel út líkamlega. Geoffrey er ekki búinn að æfa síðan í desember þannig að það er lengra í hann,“ sagði Milos. „Geoffrey kemur frá sömu akademíu og Óttar Magnús (Karlsson) og eins og hann þá er þetta hávaxinn strákur sem kann að spila fótbolta. Hann er á svipuðum stað og Óttar var á sama tíma í fyrr en þær að læra að vinna á þessu tempói og læra inn á hvernig fótbolti er spilaður hér á Íslandi,“ sagði Milos. „Ég vil alltaf hafa heimamenn og það er missir í þessum leikmönnum sem við misstum. Svona er þetta en við þurfum að sækja leikmenn í staðinn,“ sagði Milos. Hann lokar ekki á það að styrkja Víkingsliðið enn frekar á síðustu vikunum fyrir Íslandsmótið. „Já og nei. Það er alltaf möguleiki, ef eitthvað mjög spennandi poppar upp, að skoða það að taka inn leikmann en helst vildi ég vera kominn með lokahóp fyrir 20. mars. Ég hef ekki góða reynslu af því að fá leikmenn seint,“ sagði Milos en það má heyra allt viðtal Eiríks Stefán Ásgeirssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira