Besta deild karla

Fréttamynd

Lögmæti framboðs Orra dregið í efa

Samkvæmt minnisblaði lögfræðings er framboð Orra Hlöðverssonar til formanns Íslensks toppfótbolta ólöglegt. Miðað við það virðist formannsstóllinn blasa við eina mótframbjóðanda Orra, Geir Þorsteinssyni, en ekki eru öll kurl komin til grafar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir gæti snúið aftur í stjórn KSÍ

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður og framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er annar tveggja frambjóðenda til formanns Íslensks toppfótbolta, hagsmunasamtaka félaga í efstu deildum. Formaður ÍTF situr stjórnarfundi KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Feðgarnir að semja við Norrköping

Bjarni Guðjónsson og sonur hans Jóhannes Kristinn Bjarnason eru að semja við sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping. Guðmundur Benediktsson greinir frá þessu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Breiða­blik fór illa með ÍA

Breiðablik er Fótbolti.net meistari árið 2021. Blikarnir unnu ÍA 5-1 í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld eftir að hafa komist í 3-0 á fyrstu þrettán mínútunum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Arf­taki Davíðs Atla mættur í Víkina

Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leitaði í viskubrunn Óla Þórðar eftir áhuga Breiðabliks og Vals

„Ég kom tíu ára gamall í Víking og fannst þetta góður tími til að prófa eitthvað nýtt,“ segir Davíð Örn Atlason, nýjasti leikmaður Breiðabliks í fótbolta. Honum stóð einnig til boða að fara til Íslandsmeistara Vals en tók endanlega ákvörðun eftir að hafa heyrt í sínum gamla lærimeistara, Ólafi Þórðarsyni.

Íslenski boltinn