KR

Fréttamynd

Úr boltanum í tryggingarnar

Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaviðskipta hjá VÍS. Hann kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur verið framkvæmdastjóri undanfarin þrjú ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stúkan: Sögu­línurnar úr leik KR og Víkings greindar

KR-ingar sóttu stig í greipar Íslandsmeistara Víkings í gær í fyrsta leik sínum undir stjórn Pálma Rafns Pálmasonar. Víkingar byrjuðu leikinn betur en eftir að stöðva þurfti leikinn í drykklanga stund eftir hættuspark breyttist takturinn í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fækkar um tvo í her­búðum KR

Leikmannahópur KR hefur minnkað talsvert en þeir Lúkas Magni Magnason og Moutaz Neffati spila ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. KR greinir frá á samfélagsmiðlum sínum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

KR lætur Ryder fara

KR hefur sagt Gregg Ryder upp. „Ástæða uppsagnar er óviðunandi árangur liðsins það sem af er sumri,“ segir í yfirlýsingu KR.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vildi sýna að ég geti skorað í efstu deild“

Skagamenn unnu góðan 2-1 heimasigur á erkifjéndum sínum í KR í Bestu deild karla á Akranesi í kvöld. Skagamenn höfðu ekki unnið KR í efstu deild síðan árið 2016. Viktor Jónsson, framherji ÍA var mjög sáttur í leikslok.

Sport
Fréttamynd

Bjarni lætur af störfum hjá KR

Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR, lætur af störfum að eigin frumkvæði í lok ágústmánaðar og hverfur þá til annarra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá KR en Bjarni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan árið 2022.

Fótbolti
Fréttamynd

Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“

Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Höfum kannski ekki verið eins lé­legir og fólk vill meina“

„Þetta er náttúrlega bara eldgamall Reykjavíkurrígur þannig að þetta hefur alveg gríðarlega merkingu, sérstaklega fyrir áhorfendur og eins og staðan er í deildinni hefur þetta gríðarlega merkingu fyrir okkur sem lið í dag,“ segir Theódór Elmar Bjarnason, leikmaður KR, í hádegisfréttum Bylgjunnar fyrir stórleikinn gegn Val í Bestudeildinni í kvöld.

Sport