Matvælaframleiðsla

Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk
Níu frumkvöðlaverkefni hafa hlotið styrk úr Uppsprettunni, nýsköpunarsjóði Haga. Uppsprettan styður frumkvöðla við þróun og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu.

Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi?
Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu.

Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum
Stjórnvöld í Japan hafa opnað neyðarbirgðir sínar og hyggst flæða 210.000 tonnum af hrísgrjónum inn á markaðinn í fordæmalausri tilraun til að knýja fram verðlækkun.

Skoða hvort megi taka betur á móti tilkynningum
Forstjóri Matvælastofnunar segir það þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún segir það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt.

„Við hörmum þetta atvik og erum miður okkar”
Árni Bergþór Hafdal Bjarnason veitingamaður og eigandi Veisluþjónustu Suðurlands segir miður að fjöldi gesta hafi veikst á þorrablótum í Ölfusi og Borg í Grímsnesi þar sem hann sá um veitingar.

Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í þorramatinn
Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir líklegast að veikindi 140 gesta tveggja þorrablóta á Suðurlandi líklega mega rekja til Bacillus Cereus bakteríu sem fannst í mat. Enn sé verið að greina sýni. Mögulega hafi bakterían komist af óþvegnum höndum í matinn.

Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál?
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum.

Vænta þess að eigendur hússins leysi málið
Forstjóri Haga segir stöðvun framkvæmda við Álfabakka 2 að hluta hafa áhrif á áform félagsins um flutning hluta starfsemi þess í húsnæðið. Hagar geri ráð fyrir því að eigendur hússins vinni að úrlausn málsins og lausn finnist sem allir geti fellt sig við.

Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn
Landlæknisembættið ítrekar í tilkynningu að ráðleggingar embættisins um mataræði taka mið af þörfum heilbrigðra einstaklinga og fela ekki í sér boð eða bönn. Meginstef ráðlegginga þeirra sé að fólk borði fjölbreytta fæðu og sé jafnframt meðvitað um mögulega skaðsemi þess að borða óhóflega mikið af rauðu kjöti, gjörunnum matvælum og vörum sem innihalda mikið af mettaðri fitu og/eða viðbættum sykri.

Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn
Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur.

Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði
Matvælastofnun segir að komið hafi í ljós í kjölfar hópsýkingarinnar á leikskólanum Mánagarði í október síðastliðnum að nauðsynlegt væri að skerpa á þekkingu og meðvitund almennings og matvælaframleiðenda um mikilvægi réttar meðhöndlunar á kjöti.

Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar
Nú þegar þetta er skrifað hafa tæp tólf þúsund skrifað undir bænaskjal þar sem biðlað er til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði
Veiðifélag í Borgarfirðir stundaði það sem er talið ólöglegt fiskeldi í húsnæði í Borgarfirði án tilskilanna rekstrar- og starfsleyfa. Matvælastofnun segist vera með málið til rannsóknar.

Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins
Íslenska súkkulaðismjörið frá Good Good er nú í fyrsta sinn vinsælla en Nutella, á Íslandi. Þá er smyrjan frá Good Good annað vinsælasta súkkulaðismjörið í Bandaríkjunum. Þetta má lesa úr gögnum frá Nielsen og SPINS sem sinna markaðsrannsóknum, hið fyrrnefnda á Íslandi og það síðarnefnda í Bandaríkjunum.

Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu
Matvælastofnun varar við neyslu á ákveðnum framleiðslulotum af Lamba sviðasultu frá Kjarnafæði Norðlenska vegna gruns um listeríugerill. Varan hefur verið innkölluð.

Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu
Hakkið sem olli hópsýkingu tuga leikskólabarna á Mánagarði var blanda af þýsku nautakjöti og norðlensku kindakjöti. Ekki er ljóst hvort kjötið bar með sér saurgerlana sem ollu smitinu en bæði eldamennsku og geymslu á hakkinu var ábótavant.

Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir ekki hægt að kenna nýjum viðskiptavettvangi með raforku um raforkuverðshækkanir. Þá sé ekki hægt að sakast við Landsvirkjun sjálfa, ástæðan væri þegar fyrirséður raforkuskortur.

Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin
Í aðdraganda jólahátíðarinnar er vert að draga fram í dagsljósið hryllilegan iðnað sem ber heitið verksmiðjubúskapur. Iðnaðar sem helst er falinn augum almennings.

Matvælaöryggi og matvælaöryggismenning
Ábyrgð þeirra fyrirtækja og stofnana sem framleiða, selja og/eða bera fram matvæli er mikil og því hvílir rík ábyrgð á stjórnendum.

Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana
Pétur Thor Gunnarsson, framkvæmdastjóri Freyju og Atli Einarsson, viðskiptastjóri Góu-Lindu, segja von á svipuðum verðhækkunum hjá þeim og hjá Nóa Síríus. Neytendur muni finna fyrir þeim um til dæmis páskana. Þeir fóru yfir alls kyns súkkulaðitengt í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það er engin hætta á því að kaupa kalkún“
„Sem betur fer hefur þetta bara komið upp í einu húsi og alifuglabændur viðhafa almennt mjög miklar smitvarnir og hafa verið á tánum vegna þessara greininga í villtum fugli. Við erum að vonast til þess að smitvarnirnar haldi svo þetta komi ekki upp í fleiri búum. Það getur auðvitað gerst. Ef þetta yrði mjög útbreitt þá gæti komið upp sú staða að það myndi hafa áhrif á markaðinn.“

MAST starfar á neyðarstigi
Matvælastofnun starfar nú á neyðarstigi vegna skæðar fuglainflúensuveiru. Flensan kom upp í kalkúnabúi á Auðsholti í Ölfusi á þriðjudag. Allir fuglar sem komust í snertingu við veiruna hafa verið aflífaðir.

Hafi brugðið að sjá dönsk egg í verslunum hér á landi
Framkvæmdastjóri Nesbúeggja segist hafa brugðið að sjá dönsk innflutt egg til sölu í verslunum hér á landi. Hann segir stöðu eggja á Íslandi óþarflega tæpa eins og er.

Ráðamenn uggandi vegna væntanlegrar niðurstöðu starfshóps
„Stefna ríkisstjórnarinnar er að skoða þessi mál heildstætt. Þess vegna var settur á fót starfshópur til að skoða sérstaklega löggjöfina í kringum hvalveiðar og þessi starfshópur hefur ekki skilað niðurstöðum sínum. Svo þetta ber svolítið keim af því að kannski eru menn stressaðir hverjar niðurstöðurnar verða, fyrst það liggur svona mikið á þessu. Síðan er þessi ákvörðun tekin í skugga þessarar uppljóstrunar. Það varpar ansi stórum skugga á þessa ákvörðun.“

Hafró og Fiskistofa skiluðu umsögnum um hvalveiðar fyrir kosningar
Hafrannsóknarstofnun og Fiskistofa skiluðu umsögnum sínum um hvalveiðar til matvælaráðuneytisins fyrir síðustu alþingiskosningar. Í leynilegum upptökum sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að ef ekki næðist að gefa út hvalveiðileyfi fyrir kosningar væri vel hægt að gera það á meðan aðrir flokkar reyndu að mynda ríkisstjórn.

Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus
Framkvæmdastjóri hjá sælgætisframleiðandanum Freyju skilur ekkert í ummælum framkvæmdastjóra samkeppnisaðilans Nóa Siríus þess efnis að síðarnefnda fyrirtækið sé það eina sem framleiði íslenskt konfekt á meðan samkeppnisaðilar þeirra flytji það inn.

Sjálfbær nýting náttúruauðlinda og framtíð íslenskrar matvælaframleiðslu
Matís er íslenskt rannsókna- og nýsköpunarfyrirtæki í fremstu röð og hefur gegnt lykilhlutverki í þróun matvæla- og líftækni langt út yfir landsteinanna. Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif Matís eru ótvíræð, en með aukinni nýtingu og gæðum afurða hafa rannsóknir Matís skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið á hverju ári.

Gunnars loksins selt
Myllan-Ora ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur fest kaup á Gunnars ehf., sem þekktast er fyrir framleiðslu á majónesi. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins hefur áður ógilt kaup á majónesframleiðandanum.

Niðurgreiðum raforku til grænmetisræktar
Ísland er eyja í norður Atlantshafi. Sú staðsetning gerir það að verkum að þegar kemur að grænmeti þá höfum við tvo valkosti í boði. Við getum annaðhvort flutt það inn með skipum eða flugi, og borgað mikla álagningu fyrir vöru sem er ekki fersk, eða nýtt okkar grænu orku og hreina vatn til að rækta fyrsta flokks grænmeti á Íslandi.

„Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“
Bjarni Benediktsson matvælaráðherra hefur gefið út 3,800 tonna kvóta á djúpkarfa, en ráðlagður heildarafli Hafrannsóknarstofnunnar fyrir fiskveiðiárið er 0 tonn. Jón Gunnarsson, aðstoðarmaður matvælaráðherra, segir að djúpkarfi sé óhjákvæmilega veiddur sem meðafli, og með kvótanum sé hægt að nýta hann í verðmætasköpun.