Vistvænir bílar

InstaVolt lækkaði verð tímabundið á hraðhleðslustöðinni í Reykjanesbæ
Í ljósi fyrri tilmæla um að hlaða ekki rafbíla heima meðan heita vatnið datt út á Suðurnesjum nýlega ákvað InstaVolt að lækka verð á hraðhleðslustöðvum sínum við Marriot hótelið í Reykjanesbæ í 25 kr.

Geta hlaðið bíla sína frítt
N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins.

Rafmagnssportjeppinn Volvo EX30 frumsýndur - nettur, snjall og 100% rafmagn
Volvo frumsýnir rafmagnssportjeppann Volvo EX30 í Brimborg í Reykjavík og á Akureyri. Frumsýningin hefst á morgun laugardag og stendur út febrúar. Allir sem reynsluaka Volvo EX30 í febrúar fara í reynsluaksturslukkupott þar sem hægt er að vinna frí afnot af Volvo rafbíl í marsmánuði.

Frumsýning á Opel Corsa hefst í dag hjá Brimborg
Nýr Opel Corsa Electric verður frumsýndur dagana 8.-17. febrúar í Brimborg Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva.

Bruni í bílskúr í Suðurhvammi í nótt
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað til vegna bruna í bílskúr í Suðurhvammi í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi.

Vika til stefnu fyrir þá sem vilja sleppa við 20 þúsund króna sekt
Rétt tæplega 93% þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa nú skráð kílómetrastöðu á Mínum síðum Ísland.is eða í Ísland.is appinu. Að morgni miðvikudags hafði kílómetrastaða ríflega 47 þúsund bíla verið skráð.

Sigurður G. vafði rafmagnsbíl sínum um ljósastaur
Mikil ofankoma með hálku á höfuðborgarsvæðinu í morgun hefur sett strik í reikninginn. Einn þeirra sem lenti í umferðaróhappi var Sigurður G. Guðjónsson lögmaður.

Kílómetragjald á landsbyggðina?
Það er umhugsunarvert hvernig ríkisstjórnin fór að þegar hún setti ný lög um kílómetragjald rétt fyrir áramót. Bæði vegna þess að hún leit ekki til þess hvernig gjaldtakan yrði sérstaklega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og vegna þess að hún byggði lögin á órökstuddum fullyrðingum.

Stórsýning hjá Toyota á laugardaginn
Nýtt ár byrjar að venju með krafti hjá Toyota. Laugardaginn 6. janúar verður risastór þrettándasýning hjá viðurkenndum söluaðilum í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og Akureyri.

Ellefu þúsund bílaeigendur skráð kílómetrastöðu í nýja kerfinu
Tuttugu prósent þeirra sem eiga rafmagns-, vetnis- og tengiltvinnbíla hafa skráð kílómetrastöðu ökutækja sinna í nýtt kerfi. Kílómetragjald lagðist á slíka bíla um áamót.

Úr rafhlaupahjólum og snjallryksugum í sinn fyrsta rafbíl
Kínverski tæknivöruframleiðandinn Xiaomi svipti í dag hulunni af fyrsta bílnum sem fyrirtækið hyggst framleiða. Bíllinn verður rafbíll og ætlar kínverska fyrirtækið sér að verða eitt af fimm stærstu bílframleiðendum veraldar.

Loksins rafmagns sportjeppi frá Porsche
Á nýju ári verða 10 ár liðin frá því Porsche Macan kom á markað. Porsche Macan er án efa mikilvægasti hlekkurinn í sterkri keðju Porsche bíla en til að mynda tók hann aðeins þrjú ár að verða söluhæsti bíll merkisins.

Eigendur skrái kílómetrastöðu í janúar
Alþingi samþykkti um helgina frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um kílómetragjald á rafmagns, vetnis-og tengiltvinnbíla í flokki fólks- og sendibíla. Fyrsta skráning eigenda á kílómetrastöðu á að fara fram fyrir 20. janúar næstkomandi.

Rafbílar á einstöku tilboði á lokadögum rafbíladaga Volvo
Það er komið að lokadögum rafbíladaga Volvo. Komdu og tryggðu þér rafbíl á frábæru tilboði.

Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla
Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt.

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Aðgerðaráætlun menningarmálaráðherra gerir ráð fyrir að tæpum einum og hálfum milljarði verði veitt í aðgerðir til bjargar íslenskunni næstu þrjú ár. Í nýlegu lagafrumvarpi fjármálaráðherra er gert ráð fyrir að nýtt kílómetragjald eigi að leggjast fyrst á rafbíla.

Talsmenn einfaldara skattkerfis og lækkun skatta, koma á fót nýjum og flóknum skatti
Hvati stjórnvalda, til kaupa á hreinorkubílum, breytist í refsingu um áramótin. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn, fremstur í flokki, kemur á fót nýjum skatti, sem þekkist hvergi í Evrópu.

Olían í bræðslunum þurrkaði upp ávinning rafbílavæðingar
Þriðja veturinn í röð neyðast fiskimjölsverksmiðjur landsins til að brenna olíu vegna raforkuskort. Sú aukna olíunotkun sem af þessu leiddi síðastliðinn vetur þurrkaði upp allan loftslagsávinning af öllum innfluttum rafmagnsbílum frá upphafi.

Polestar fagnar tveimur árum hjá Brimborg með veglegri afmælisviku
Polestar fagnar tveimur árum hjá Brimborg með veglegri afmælisviku dagana 13.-17. nóvember í sýningarsal Polestar í Reykjavík við Bíldshöfða 6.

Stórsýning á rafmögnuðu bílaúrvali hjá Toyota á Íslandi
Á morgun, laugardaginn 11. nóvember, verður sannkölluð stórsýning hjá viðurkenndum söluaðilum Toyota í Kauptúni, Reykjanesbæ, á Selfossi og á Akureyri.

Vilja lækka gjöld á bensín en hækka á dísil
Fjármála- og efnahagsráðherra hyggst leggja fram frumvarp um að hækka kolefnisgjald á eldsneyti og lækka bensíngjald. Breytingin snýr að því að hækka gjöld á dísil en lækka á bensín.

Lífsferilsgreining Polestar 4 sýnir lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla
Sænski rafbílaframleiðandinn Polestar gaf fyrr í vikunni út fyrstu lífsferilsgreininguna (LCA) fyrir Polestar 4 rafbílinn. Sú greining sýnir svart á hvítu að Polestar 4 hefur lægsta kolefnisspor allra Polestar bíla til þessa, eða um 19,4 tonn af CO2í við frumsýningu.

Díll aldarinnar reyndist kerfisvilla
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað leigusamning á Teslu 3 Long Range ólöglegan en tæpt var það.

Ívilnanir vegna rafmagnsbíla reiðarslag fyrir bílasala
Bílasalar voru að uppgötva sér til mikillar hrellingar að allar ívilnanir ríkisins til fólks sem vill kaupa sér rafmagnsbíl stuðli að viðskiptum við umboðin meðan þeir sitja eftir með sárt ennið.

Fagnar ívilnunum sem verði brátt barn síns tíma
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, fagnar ívilnunum sem veita á einstaklingum og fyrirtækjum vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum frá og með áramótum. Slíkar ívilnanir verði þó brátt barn síns tíma.

Kaupendur rafbíla muni geta sótt um styrk úr Orkusjóði
Frá og með næstu áramótum munu einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrk vegna kaupa á rafbílum og öðrum orkuhlutlausum bifreiðum en styrkurinn á að koma í stað skattaívilnana sem eru að falla úr gildi.

Styrktu gott málefni á bleikum Ford Mustang Mach-E
Brimborg og Ford á Íslandi ætla heldur betur að lýsa upp skammdegið, mála borgina bleika og styrkja gott málefni í október með fagurbleikum Ford Mustang Mach-E rafbíl.

Kvíðadrifin vetrarferð á 100% rafmagni
Er hægt að skipta yfir í rafbíl eftir að hafa sett allt sitt traust á tröllvaxinn díselhlunk? Díselhlunkurinn er enginn draumur í innanbæjarsnatti en á langferðum frá Reykjavík norður yfir heiðar reynist hann vel. Rafbílar eru samt sem áður framtíðin og nú skildi reyna á einn slíkan norður í land í vetrarfæri.

Jaguar kynnir fyrsta tengiltvinnbílinn F-Pace PHEV
Jaguar við Hestháls kynnir nk. laugardag, 14. október milli kl. 12 og 16, aldrifna jepplinginn F-Pace SE R-DYN í tengiltvinnútfærslu (PHEV) sem margir aðdáendur F-Pace hér á landi hafa beðið eftir með óþreyju.

„Þetta er nú meiri lúxus kerran“
Volvo hefur verið leiðandi í öryggismálum áratugum saman og er sú ímynd að hjá Volvo fari öryggi, þægindi og flottheit fullkomlega saman, rótgróin í hugum okkar flestra. Volvo ætlar sér einnig að vera í forystu þegar kemur að rafvæðingu, sjálfvirkri aksturstækni og sjálfbærni og stefnir á að framleiða eingöngu rafbíla árið 2030.