Samkomubann á Íslandi

Fréttamynd

Ís­land í fimmta sæti yfir ríki þar sem flestir hafa verið bólu­settir

Ísland er sem stendur í fimmta sæti yfir þau ríki heims sem hafa bólusett flesta íbúa samkvæmt tölfræði sem Our World in Data, samstarfsverkefni á vegum Oxford-háskóla og bresks góðgerðafélags um menntun, hefur tekið saman. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörunum segir að allt sé tilbúið fyrir aðra umferð bólusetningar hér á landi sem verður um eða upp úr miðjum þessum mánuði.

Innlent
Fréttamynd

„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum

Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum.

Innlent
Fréttamynd

„Hillir undir það að þetta muni klárast“

Þótt það hilli undir endalok kórónuveirufaraldursins með tilkomu bóluefnis er mikilvægt að sýna þolinmæði. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Áfram sé mikilvægt að fara varlega til að koma í veg fyrir að veiran fari á flug. Hann segir að almennt virðist hafa gengið vel að hefta útbreiðslu veirunnar um jólin.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um að fólk hafi verið að gleyma sér

Yfirlögregluþjónn segir annríki hjá lögreglu og á bráðamóttöku í nótt áhyggjuefni þegar kemur að útbreiðslu kórónuveirunnar. Það gefi vísbendingu um að fólk hafi aðeins verið að gleyma sér sem gæti skilað sér í að fleiri smitist af veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Heilbrigðisstarfsmaðurinn maður ársins 2020

Heilbrigðisstarfsmaðurinn er maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Niðurstaðan var kynnt í Reykjavík árdegis í morgun. Niðurstaðan var afgerandi en af tæplega 25 þúsund atkvæðum fékk heilbrigðisstarfsmaðurinn tvöfalt fleiri en næsti maður eða 8965 atkvæði.

Innlent
Fréttamynd

Þórólfur segist hafa elst um 15 ár 2020

„2 0 2 0 drífðu þig út,“ syngja þeir félagar í hljómsveitinni Vinum og vandamönnum í nýju lagi og myndbandi þar sem árið 2020 er gert upp og nýtt ár, 2021, er kallað til leiks. „2 0 2 0 hvað varst þú að spá?“ syngja þeir enn fremur og „2 0 2 1 drífðu þig inn.“

Lífið
Fréttamynd

Ljós við enda ganganna eftir tíu mánaða baráttu

Síðasti dagur ársins 2020 í dag. „Sem betur fer,“ segja eflaust margir enda verður því seint lýst sem venjulegu ári. Samkomubann hefur verið í gildi síðustu níu mánuði eða svo og daglegt líf okkar allt öðruvísi en fyrir kórónuveirufaraldurinn. Það birti aðeins til í sumar en það var skammgóður vermir þar sem haustið reyndist afar erfitt.

Innlent
Fréttamynd

„Eins og að vera einn í heiminum“

Síðustu mánuði hefur ljósmyndarinn Ragnar Axelsson myndað lífið á Íslandi á tímum Covid-19 og skrásett áhrifin á okkar samfélag. Hér á Vísi munu birtast nokkrir myndaþættir með einstökum ljósmyndum RAX frá þessu óvenjulega og erfiða ári. Þetta er sá fyrsti í röðinni.

Menning
Fréttamynd

„Við verðum að tryggja að við lifum þetta af“

Björn Leifsson eigandi líkamsræktarstöðva World Class segir að uppsagnir starfsfólks sem greint var frá í dag hafi verið nauðsynlegar. Fyrirtækið verði að tryggja að það lifi kórónuveirufaraldurinn af. Hann telur að hægt væri að halda starfseminni gangandi við 100 manna samkomutakmarkanir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segist ekki hafa brotið sótt­varna­lög

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segist ekki hafa brotið sóttvarnalög með því að hafa mætt á sýningu í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem tugir voru samankomnir að sögn lögreglu. Hann líti ekki á sýninguna sem „samkvæmi“ og stendur við fyrri yfirlýsingar sínar um að hafa aðeins verið staddur í salnum í fimmtán mínútur.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að sprauta fimmtíu manns á korteri

Ragnheiður Helga Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir ekkert stress fyrir bólusetningunni á morgun. Aðeins tilhlökkun. Tíu til tólf þúsund skammtar komu til landsins í dag, í duftformi, sem verður blandað í fyrramálið á Suðurlandsbraut.

Innlent
Fréttamynd

Eig­endurnir segja fjölda­tak­markanir í Ás­mundar­sal ekki hafa verið brotnar

Eigendur Ásmundarsalar segja að reglur um fjöldatakmarkanir eða opnunartíma hafi ekki verið brotnar á Þorláksmessu á sýningu sem fjármálaráðherra sótti. Fjöldi í húsinu hafi ekki farið yfir fimmtíu manns en salurinn hafi leyfi fyrir þeim fjölda. Grímunotkun hafi hins vegar verið ábótavant og því ljóst að mistök hafi verið gerð í að tryggja sóttvarnir.

Innlent
Fréttamynd

Bóluefnið kemur með flugi í fyrramálið

Það hefur vart farið fram hjá neinum að von er á fyrstu skömmtunum af bóluefni gegn covid-19 til landsins í fyrramálið. Bólusetning hófst víðast hvar í aðildarríkjum Evrópusambandsins í dag en von er á tíu þúsund skömmtum af bóluefni Pfizer-BioNTech með fyrstu sendingunni sem væntanleg er með flugi til Íslands í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Valið sett í hendur viðskiptavinarins í Nammilandi

Viðskiptavinir Hagkaups hafa veitt því eftirtekt að nammibarirnir hafa verið opnaðir aftur. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir í samtali við Vísi að það hafi verið ákvörðun verslunarinnar á sínum tíma í haust að loka Nammilandinu vegna ástandsins í samfélaginu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ritari Vinstri grænna: „Mikið vildi ég að Bjarni hefði stigið til hliðar“

Ingibjörg Þórðardóttir, ritari Vinstri grænna, segir veru Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í samkvæmi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem sóttvarnareglum var greinilega ekki fylgt, það alvarlega að hann ætti að segja af sér. Hún sé þó ekki þeirrar skoðunar að samstarfsflokkarnir ættu að krefjast afsagnar.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla skoðar misbrest í upplýsingagjöf

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það hafa verið mistök að tilgreina ráðherra í tilkynningu til fjölmiðla á aðfangadag um samkvæmi í Ásmundarsal sem lögregla stöðvaði. 

Innlent
Fréttamynd

Þóra segist ekki bera ábyrgð á fölskum TikTok-aðgangi

„Jæja, nú les ég á hinum ýmsu miðlum að ég sé komin með reikning á Tik Tok. Ég geri ráð fyrir að þeir sem mig þekkja viti að það er ekki rétt,“ skrifar Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benedikssonar fjármála- og efnahagsráðherra í færslu á Facebook í dag.

Innlent
Fréttamynd

Breska afbrigðið greinst tvívegis á landamærunum

Breska afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst tvívegis á landamærum Íslands. Afbrigðið hefur þó ekki greinst innanlands. 24 hafa greinst með veiruna innanlands síðustu fjóra daga, 7 þeirra voru utan sóttkvíar.

Innlent
Fréttamynd

Málið óheppilegt en mikilvægt að horfa á stóru myndina

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segist vonsvikinn yfir því að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafi virt sóttvarnarreglur að vettugi. Hins vegar sé bólusetning handan við hornið og því sé mikilvægt að halda í samstöðuna svo hægt sé að komast í gegnum heimsfaraldurinn.

Innlent
Fréttamynd

Löðrungur framan í almenning

„Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu.

Innlent
Fréttamynd

Falsvon

Á liðnu ári hafa margir átt um sárt að binda. Efnahagsþrengingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar komu illa við marga. Samkomutakmarkanir komu sömuleiðis illa við marga. Það er erfitt að geta ekki hitt sína nánustu í lengri tíma, en fólk lagði það á sig, enda var það til þess gert að vernda viðkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég myndi ekki halda að kirkjan sé hættulegur staður“

Jakob Rolland, kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi og upplýsingafulltrúi, segir mögulegt að presturinn sem messaði í kirkjunni á aðfangadagskvöld hafi ekki áttað sig nægilega vel á gildandi sóttvarnareglum. Um pólska messu var að ræða og taldi lögregla hátt í annað hundrað manns þegar hún mætti á svæðið.

Innlent
Fréttamynd

Katrín gerir ekki kröfu um afsögn Bjarna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra skaða traustið á milli flokkanna sem skipa ríkisstjórn Íslands og gera samstarfið erfiðara. Hún telur hins vegar samstöðuna innan ríkisstjórnarinnar góða og að hún hafi náð miklum árangri.

Innlent