Löðrungur framan í almenning Birgir Olgeirsson skrifar 25. desember 2020 18:24 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Mér finnst þetta aumt og finnst þetta í rauninni vera löðrungur framan í almenning sem er að færa daglega, í hverri viku og mánuði miklar fórnir,“ segir Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, um viðbrögð forsætisráðherra og fjármálaráðherra við sóttvarnahliðarspori þess síðarnefnda í Ásmundarsal á Þorláksmessu. „Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
„Þetta veldur mér miklum vonbrigðum ég hélt að hún væri meiri prinsippmanneskja en þetta. Hún lá undir feldi í þrjátíu og sex tíma og komst að því að salur hefði brotið sóttvarnalög. Fjármálaráðherra þyrfti ekki að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðherra úr hennar eigin flokki setur fyrir okkur,“ segir Helga Vala um viðbrögð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Helga telur ljóst að Katrín meti samstarf við Bjarna meira virði en samstöðu þjóðarinnar í gegnum þennan heimsfaraldur. „Mér finnst það mjög alvarlegt. Persóna Bjarna skiptir engu þegar kemur að þessum verkefnum sem við þurfum að vera í. Traust almennings á þeim reglum sem settar eru, og stjórnmálum almennt, því er kastað til hliðar. Það skiptir hana engu máli virðist vera.“ Hún telur þetta grafa undan tiltrú almennings á sóttvarnaaðgerðum. „Ef ráðherrar í ríkisstjórn þurfa ekki að fara eftir þessum reglum og geta bara sagt sorrí, hvað eigum við þá að gera? Við megum ekki hitta fjölskylduvini, fólk er búið að missa vinnuna. Það eru mjög strangar reglur í gildi en svo gilda aðrar reglur fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands.“ Píratar íhuga að leggja fram vantraustsyfirlýsingu á fjármálaráðherra. Helga Vala telur ljóst að þeir sem sitja á Alþingi hljóti að skoða það. Þá eigi einnig eftir að koma í ljós hvað Framsóknarflokknum, sem myndar ríkisstjórn Íslands ásamt Vinstri grænum og Sjálfstæðisflokknum, finnst um málið. „Hafa þeir einhver prinsipp? Eða skiptir það þau líka meira máli að ríghalda í þessa ríkisstjórn heldur en að standa með þjóðinni?“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ráðherra í Ásmundarsal Tengdar fréttir Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17 Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Sögulegur tölvupóstur lögreglu kom upp um ráðherra Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra sætir töluverðri gagnrýni fyrir veru sína í opnu húsi í Ásmundarsal við Freyjugötu í miðborg Reykjavíkur. Bjarni hefur beðist afsökunar á að hafa ekki yfirgefið listasafnið þegar hann áttaði sig á því að fjöldinn væri umfram takmarkanir. Hann hefur ekki svarað símtölum fjölmiðla það sem af er degi. 24. desember 2020 15:17
Kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum Sóttvarnahliðarspor fjármálaráðherra eykur erfiðleika í samstarfi flokkanna í ríkisstjórn Íslands, sem mátti einfaldlega ekki við miklu, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Málið kunni að reynast Vinstri grænum erfiðara en Sjálfstæðisflokknum. 25. desember 2020 13:01