Misskilningur að óttast um þjóðina vegna Pfizer-rannsóknar Birgir Olgeirsson skrifar 27. desember 2020 12:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það algjöran misskilning að óttast það að íslenska þjóðin verði notuð undir lokarannsókn á bóluefni bandaríska lyfjaframleiðandans Pfizer. Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Þórólfur og Kári munu funda saman með fulltrúum Pfizer eftir helgi um að Ísland verði notuð undir fjórða fasa rannsóknar bóluefnisins, sem myndi snúast um að bólusetja um 60 prósent fullorðinna einstaklinga á Íslandi og sjá hvaða áhrif það hefði á faraldur kórónuveirunnar. „Við erum að tala að við viljum bólusetja sem flesta og erum búin að kaupa bóluefni fyrir rúmlega þjóðina. En við erum óánægð með að þurfa að bíða eftir bóluefni fram eftir öllu ári. Þetta er aðferð til að fá bóluefni fyrir flesta sem fyrst eins og við ætluðum að gera. Ef við Pfizer samþykkir að gera þessa rannsókn hér á landi mun það taka skemmri tíma,“ segir Þórólfur. Þórólfur segir að stefnt sé að því að bólusetja alla þjóðina við kórónuveirunni, þá skipti ekki máli hvort um sé að ræða almenna bólusetningu hér á landi eða lokarannsókn Pfizer á bóluefninu. „Þetta hefur ekki með neina tilraun að gera, við erum í þeim sporum að reyna að bólusetja alla til að komast út úr þessu Covid ástandi. Menn eru að snúa þessu upp í eitthvað mjög sérkennilegt. Þetta er það sem við hefðum gert hvort sem var. Þegar við byrjum að bólusetja fylgjumst við með verkun bóluefnisins. Hvort þeir sem eru bólusettir séu verndaðir. Hvað gerist með veiruna hérna innanlands? Hvað gerist með hana á landamærunum? Sjáum við aukaverkanir af bólusetningum. Við þurfum að fylgjast vel með því burt séð frá því hvort við köllum það rannsókn eða ekki. Við söfnum sömu upplýsingunum hvort sem við köllum þetta rannsókn eða ekki rannsókn. Eini munurinn er sá að við myndum ná að bólusetja þjóðina mörgum sinnum fyrr en ella,“ segir Þórólfur. Bretar stefna að því að byrja að nota bóluefni Astrazeneca við kórónuveirunni fjórða janúar næstkomandi, en búist er við að heilbrigðisyfirvöld þar í landi veiti bóluefninu leyfi á næstunni. Spurður hvort komi til greina að leita til Astrazenca um að gera lokarannsókn hér á landi til að fá bóluefni sem fyrst, ef Pfizer segir nei, segir Þórólfur það vera síðri kost en að leita til Pfizer. „Það er mjög erfitt að gera það þegar við erum ekki með markaðsleyfi fyrir Astrazeneca bóluefnið, það er ekki komið. Rannsóknir á Astrazeneca bóluefninu sýndu að það var ekki eins virkt og Pfizer-bóluefnið. Ef við náum samningum við Pfizer um þetta væri það mjög ákjósanlegur kostur. Annars þyrftum við að bíða eftir markaðssetningu á Astrazeneca og semja við Astrazeneca um samskonar rannsókn. Ég er ekki endilega viss um að það væri skynsamlegt. Ef okkur býðst þetta Pfizer-bóluefni eins og þetta upplegg sem við erum að hugsa þá væri það besti kosturinn fyrir okkur.“ Moderna-bóluefnið er hins vegar komið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur svipaða virkni og Pfizer. Þórólfur bendir þó á að samkvæmt samningi við Evrópusambandið þá sé ekki áætlað að Moderna komi með eins marga skammta til Evrópu eins og Pfizer. Ef viðræðurnar við Pfizer ganga ekki upp sé þó í myndinni að leita til annarra framleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent