Lífið

Eignaðist son
Breska söngkonan Adele og unnusti hennar Simon Konecki eignuðust son um helgina. Talsmaður Adele staðfesti gleðifregnirnar í samtali við People og segir nýbökuðu foreldrana í skýjunum yfir guttanum.

True Blood-hönk kaupir lúxushús
True Blood-hjartaknúsarinn Alexander Skarsgard hefur keypt glæsilegt heimili í Los Feliz-hæðum í Los Angeles á 1,85 milljónir dollara, rúmlega 230 milljónir króna.

Framsækinn Lundúnarappari
Nú þegar aðeins tæp vika er í að tónlistarveislan Iceland Airwaves skelli á eru margir á fullu að kynna sér þá listamenn sem spila á hátíðinni í ár. Það er gjarnan þannig með Airwaves að þegar maður skoðar listann í byrjun þá kannast maður ekki við næstum því öll nöfnin, en um leið og maður kynnir sér óþekktu nöfnin, þá fjölgar atriðunum sem maður má ekki missa af hratt.

Prestar, gyðingar og pastellitir innblásturinn
„Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert,“ segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn.

Aftur opnar á ný
Margir mættu til að berja nýja verslun íslenska fatamerkisins Aftur augum á þriðjudaginn. Vöruúrvalið hefur stækkað í samræmi við húsnæðið en ásamt íslenska fatamerkinu, sem er frægt fyrir að endurvinna efni, er þar einnig að finna vel valdar vörur frá erlendum hönnuðum. Búðin er til húsa að Laugavegi 39.

Kallaði fram strákinn í sér
Einkaviðtal Sifjar Sigmarsdóttur við Sam Mendes Bond-leikstjóra. Hann er þekktur fyrir íhugular kvikmyndir sem líklegri eru til að taka á mildri miðstéttarangist en yfirvofandi heimsendi af völdum vopnþungra hryðjuverkamanna. Sif komst að því hvers vegna hann ákvað að leikstýra nýjustu Bond-myndinni. Svarið er að finna í fylleríi.

Kröftugir danskir rokkarar
Önnur breiðskífa Thee Attacks er komin út hér á landi. Þessi hressilega danska rokkhljómsveit verður meðal gesta á Airwaves-hátíðinni í ár.

Búnir að borga og gefa ágóðann
„Við virkilega viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar,“ segir Bjarni Hallgrímur Bjarnason.

Vill ástina að eilífu
Taylor Swift óttast að hún muni aldrei enda í ástarsambandi sem getur varað að eilífu. Hin 22 ára söngkona, sem hefur verið með John Mayer og Jake Gyllenhaal, telur að erfitt geti verið að viðhalda töfrunum í samböndum.

Þrír leikstjórar skoða Húsið
Þrír þekktir innlendir leikstjórar eru að íhuga að kvikmynda elleftu skáldsögu Stefáns Mána, Húsið, sem er nýkomin út. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru þeir að lesa bókina um þessar mundir með kvikmyndaréttinn í huga.

Veikur á brúðkaupsdaginn
Justin Timberlake og Jessica Biel gengu í það heilaga um síðustu helgi en eitt skyggði þó á þennan annars fullkomna dag.

Að drepa skipbrotsmenn er níðingsverk
Finnski rithöfundurinn Tapio Koivukari sendi í fyrra frá sér skáldsöguna Ariasman, sögulega skáldsögu um Spánverjavígin á Vestfjörðum árið 1615 og aðdraganda þeirra. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Sigurðar Karlssonar og Tapio var tekinn í yfirheyrslu af því tilefni.

Íslensk stúlka etur kappi í Danmarks næste Topmodel
"Ég er ekkert svo hrifin af því að horfa á mig í sjónvarpinu,“ segir hin tvítuga Guðrún Eir Hermannsdóttir, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Danmarks Næste Topmodel sem sýndir eru þessa dagana á Kanal 4.

Vildi ekki herma eftir öðrum leikurum
Craig tók á sínum tíma við hlutverki James Bond af Pierce Brosnan. Hann reyndi frá upphafi að gera rulluna að sinni eigin.

Vavavavúmm! Hvor er flottari í þessum kjól?
Leikkonan Halle Berry og Victoria's Secret-fyrirsætan Miranda Kerr eru báðar unaðslegar í þessum aðsniðna kjól frá Roland Mouret.

Adele á besta Bond-lagið
Lag Adele úr nýjustu James Bond-myndinni er besta Bond-lagið sem hefur komið út í þrjátíu ár að mati bandaríska lagahöfundarins, upptökustjórans og Grammy-verðlaunahafans Ryans Tedder sem nýlega heyrði lagið.

Bannar Kardashian
Leikarinn George Clooney hefur bannað kærustu sinni Stacy Keibler að eiga samskipti við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian. Clooney komst að því að Keibler og Kardashian fóru út á lífið saman á tískuvikunni í New York í byrjun mánaðarins og varð víst æfur.


Comic Con ekki bara fyrir nörda sem búa í kjallara
Heimildarmynd um ráðstefnuna Comic Con í Bandaríkjunum verður sýnd á Riff-hátíðinni í ár. Leikstjórinn Morgan Spurlock skemmti sér mjög vel við gerð hennar.

Fallegir tónlistarmenn spila hipphoppbræðing
Árshátíð knattspyrnufélagsins KF Mjaðmar fer fram á Faktorý í kvöld. Í tilefni þess mun hljómsveitin Fallegir menn koma fram auk Prins Póló, Tilbury og FM Belfast. Fallegir menn var stofnuð í Menntaskólanum við Hamrahlíð og eiga hljómsveitarmeðlimir það allir sameiginlegt að vera vanir tónlistarmenn og fallegir ásýndum.

Mundar penslana í London
„Mig langaði til að prófa nýja hluti og kanna nýjar slóðir,“ segir förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason sem hefur komið sér vel fyrir í Lundúnum þar sem hann var að meðal annars iðinn við kolann á nýafstaðinni tískuviku.

Sónar-hátíðin til Íslands í fyrsta sinn
Hin heimsfræga tónlistarhátíð Sónar verður haldin í fyrsta sinn í Hörpunni í Reykjavík dagana 14. til 16. febrúar á næsta ári. Þetta staðfesti skipuleggjandinn Björn Steinbekk við Fréttablaðið en gat að öðru leyti ekki tjáð sig um hverjir kæmu þar fram.


Kolfinna á forsíðu i-D
Fyrirsætan Kolfinna Kristófersdóttir prýðir forsíðu nýjasta heftis tímaritsins i-D. Heftið nefnist The Role Model Issue sem mætti þýða sem Fyrirmyndarheftið og er Kolfinna mynduð af írska ljósmyndaranum Boo George. Kolfinna situr ekki aðeins fyrir á forsíðunni heldur birtir tímaritið heilan myndaþátt með fyrirsætunni. Boo George hefur áður myndað fyrir Levi's, Topman, Wrangler, Louis Vuitton, Ungaro og Allsaints.

Anspach opnar Riff
Opnunarmynd Riff í ár er myndin Drottningin af Montreuil eða The Queen of Montreuil eftir Sólveigu Anspach. Myndin gerist um sumar þegar Agathe snýr heim til sín í Montreuil sem er úthverfi í París. Hún missti mann sinn í bílslysi og eftir að hafa syrgt hann hyggst hún taka aftur til starfa við kvikmyndagerð. Þegar íslensk mæðgin, sæljón og kynþokkafullur nágranni dúkka óvænt upp á heimili hennar öðlast Agathe aftur styrk til að takast á við lífið að nýju.

Bubbi á tónleikaferð um landið
Bubbi Morthens leggur land undir fót í haust og heimsækir landsbyggðina auk þess sem hann kemur fram á höfuðborgarsvæðinu. Heiti tónleikaraðarinnar er Þorpin en síðasta plata hans hét einmitt Þorpið. Þar hvarf Bubbi aftur til rótanna með kassagítarinn í fararbroddi.

Eiga upphafslagið í vinsælli sápuóperu í Brasilíu
„Serían er nokkurs konar Dallas þeirra Brasilíubúa, full af dramatík og látum. Það má því segja að við eigum Dallas-stefið í Brasil-íu sem er ekki slæmt,“ segir tónlistarmaðurinn Einar Tönsberg í Feldberg, en sveitin á upphafsstef brasilísku sápuóperunnar Morde e Assopras.

Hollywood-stjörnur í mynd um leiðtogafundinn
Kvikmyndin Reykjavík, sem fjallar um leiðtogafundinn í Höfða árið 1986, er í undirbúningi í Hollywood. Hver mun leika hvern í myndinni?

Kjólaslys á Emmy
Leikkonan Sofia Vergara lenti í óhappi um 20 mínútum áður en hún þurfti að stíga á svið á Emmy-verðlaunahátíðinni um helgina. Rennilásinn á kjólnum hennar sprakk og afturendi leikkonunnar blasti við baksviðs.

Mér skilst að Ísland sé stórt og fallegt
Dario Argento, hinn goðsagnakenndi ítalski kvikmyndaleikstjóri og einn áhrifamesti hrollvekjuleikstjóri allra tíma, er heiðursgestur kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Film Festival sem sett verður með pompi og prakt í dag. Ferill Argento spannar rúm fjörutíu ár og hann er hvergi nærri hættur, en í ár sendi hann frá sér kvikmyndina Dracula 3D. Haukur Viðar Alfreðsson tók Argento tali og óhætt er að segja að hann sé töluvert geðþekkari en yrkisefnin gefa til kynna. Eftir örstutt spjall um veðrið hófst alvaran.