Prestar, gyðingar og pastellitir innblásturinn 25. október 2012 15:00 Jewlia eftir Jör Guðmundur Jörundsson frumsýnir nýja línu á laugardaginn sem hann segir vera tískulega og um leið innblásna af prestum, gyðingum og pastellitum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira