Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Um þrjú hundruð manns í sóttkví vegna smitsins

Um 300 manns eru nú í sóttkví eftir að að einn greindist smitaður af Kórónuveirunni í gær. Um er að ræða eitt stærsta smitrakningarmál sem rakningarteymi almannavarna hefur þurft að takast á við. Þegar hefur einn smitast innanlands.

Innlent
Fréttamynd

Skimunargjald á landamærunum lækkað

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynnti það á blaðamannafundi sem nú fer fram í ráðherrabústaðnum vegna skimana á landamærum að ákvörðun hafi verið tekin um að lækka skuli gjaldið fyrir skimun.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og hugsanlegt hópsmit

Starfsmaður at­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyt­is­ins greind­ist í morg­un með kórónuveiruna. Um er að ræða fyrsta innanlandssmitið síðan í maí og er smitrakning unnin eftir því verklagi að um hugsanlegt hópsmit sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Fimm leikjum frestað vegna smitsins

KSÍ hefur frestað fimm leikjum eftir að leikmaður Breiðabliks í fótbolta kvenna greindist með kórónuveirusmit. Ekki stendur til að fresta öðrum leikjum en leikjum Breiðabliks og KR í Pepsi Max-deild kvenna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Mögulegt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi fengið veiruna

Sérfræðingar hjá Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, telja að allt að 20 milljónir Bandaríkjamanna hafi sýkst af kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19. Tæplega tvær og hálf milljón hafa greinst með veiruna í Bandaríkjunum, samkvæmt opinberum tölum.

Erlent
Fréttamynd

Leikmaður Breiðabliks smitaður

Leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta hefur greinst með kórónuveirusmit. Liðsfélagar og þjálfarar hennar, sem og leikmenn og þjálfarar KR, þurfa nú að fara í tveggja vikna sóttkví.

Fótbolti
Fréttamynd

John­son full­yrti að ekkert land væri með smitrakningarapp sem virkar

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi breska Íhaldsflokksins, hefur verið nokkuð harðlega gagnrýndyr eftir að hann fullyrti að aðgerðir breskra stjórnvalda til að auðvelda rakningu á kórónuveirusmitum gengju vel, og að ekkert land hefði enn komið á fót smitrakningarappi sem virkar.

Erlent