Þórólfur: Ekki rétt að hækka viðmið úr 500 í 2.000 um sinn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 14:21 Frá upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30