Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mesti sam­dráttur í lands­fram­leiðslu á mann frá upp­hafi mælinga

Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi dregist saman um 5,1% að raungildi á fjórða ársfjórðungi 2020 samanborið við sama tímabil 2019. Yfir árið í heild er áætlað að landsframleiðsla hafi dregist saman um 6,6% að raungildi. Má það að miklu leyti rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins, einkum í útfluttri ferðaþjónustu sem dróst saman um 74,4% á árinu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísland og meirihluti Noregs á grænni grein

Líkt og undanfarinn mánuð er Ísland eina landið í Evrópu sem alfarið er merkt grænt á litakóðunarkorti Sóttvarnastofnunar Evrópu vegna kórónuveirufaraldursins. Meirihluti Noregs er einnig grænn en nokkur svæði þar eru þó merkt appelsínugul.

Innlent
Fréttamynd

Áttar sig ekki á því af hverju fólk afþakkar AstraZeneca

Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmislækninga á Landspítalanum, segir öll bóluefni við Covid-19 sem komið hafa fram jafngóð. Enginn marktækur munur sé á þeim með tilliti til aukaverkana. Hann segist ekki átta sig á því af hverju fólk hafi hafnað bólusetningu með bóluefni AstraZeneca.

Innlent
Fréttamynd

Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með efni AstraZeneca

Talsvert hefur borið á því undanfarið að fólk sé að afþakka bólusetningu með bóluefni AstraZeneca á þeim grunni að það sé ekki jafn virkt og önnur bóluefni en einnig vegna þess að það telur aukaverkanir af því bóluefni meiri en af hinum bóluefnunum.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt afbrigði veirunnar breiðist hratt út í New York

Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur skotið upp kollinum í New York og breiðist nú hratt út í borginni. Stökkbreytingin veldur vísindamönnum nokkrum áhyggjum þar sem þeir óttast að hún veiki virkni bóluefna gegn veirunni.

Erlent
Fréttamynd

Finnar lýsa yfir neyðar­á­standi og loka í þrjár vikur

Stjórnvöld í Finnlandi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar í landinu. Sumar aðgerðir stjórnvalda taka gildi þegar í stað, en aðrar 8. mars. Munu aðgerðirnar gilda í þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Bóluefni Janssen metið öruggt og með góða virkni

Bandaríska lyfjaeftirlitið segir að bóluefnið frá Janssen sé öruggt í notkun og með góða virkni gegn kórónuveirunni. Eftirlitið hefur nú lokið rannsóknum sínum á efninu og er búist við því að það fái markaðsleyfi í Bandaríkjunum á allra næstu dögum.

Erlent
Fréttamynd

Telur mögulega ekki þörf á grímum í sumar

Mögulegt er að grímuskylda verði afnumin innandyra í Bretlandi yfir sumarmánuðina. Þetta kom fram í máli Jenny Harries, eins helsta heilbrigðismálaráðgjafa breskra stjórnvalda, á blaðamannafundi vegna kórónuveirufaraldursins í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins

Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins.

Körfubolti
Fréttamynd

Þessar tilslakanir tóku gildi á miðnætti

Tilslakanir á sóttvarnareglum tóku gildi nú á miðnætti miðvikudagsins 24. febrúar. Fimmtíu mega nú koma saman í stað tuttugu áður, 200 mega koma saman á tilteknum stöðum og viðburðum og afgreiðslutími veitingastaða er lengdur. Fleiri mega fara í sund og á skíði en áður, auk þess sem reglur í skólastarfi eru rýmkaðar.

Innlent
Fréttamynd

„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“

Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum.

Innlent