Verslun

Fréttamynd

Íslendingar straujuðu kortin fyrir 93 milljarða í desember

Heildar greiðslukortavelta, bæði Íslendinga og erlendra ferðamanna, í desember á nýliðnu ári nam samtals rúmum 101 milljarði króna. Veltan jókst um tæplega 13 prósent frá fyrri mánuði og um 18,6 prósent borið saman við desember á árinu 2020.

Innherji
Fréttamynd

Starfs­­menn ráðu­neytisins ekki með 0,5 prómill í blóðinu alla daga

Kaup Fangelsismálastofnunar á tóbaki sem selt er áfram til fanga skýrir þá háu upphæð sem greint var frá í gær að hefði farið frá dómsmálaráðuneytinu í kaup á áfengi og tóbak á síðasta ári. Tæpar 25 milljónir fóru í kaup á tóbaki fyrir fangelsin en tóbaksnotkun fanga fer minnkandi milli ára. Dómsmálaráðuneytið sjálft keypti áfengi fyrir 163 þúsund krónur á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Gaml­árs­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

Hátíðarnar eru annasamur tími fyrir flesta landsmenn og gamlársdagur er þar engin undantekning. Flugeldakaupin eru mörgum mikilvæg og aðrir telja ómissandi að drekka bjór með Skaupinu. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á gamlársdag.

Innlent
Fréttamynd

Pantaði jóla­tré en fékk nær­buxur í staðinn

Flestir hafa pantað vörur af netinu og einhverjir lent í því að önnur vara komi í staðinn. Þá er vandamálið yfirleitt smávægilegt; til dæmis peysa sem er númeri of lítil, eða græn berist í stað blárrar. Arnari nokkrum brá heldur betur í brún þegar pakki sem hann hafði pantað frá Kína kom loks til hingað til lands.

Lífið
Fréttamynd

Ár innfluttrar verðbólgu

Eins og allir vita segir sagan okkur að verðbólga á Íslandi hefur jafnan verið hærri en í nágrannalöndum okkar. Svo ekki sé nú minnst á ástandið á sumum tímabilum síðustu aldar þegar verðbólgan var tugum prósenta hærri hér á landi en í helstu nágrannalöndum.

Umræðan
Fréttamynd

Að­fanga­dagur: Hvar er opið og hversu lengi?

„Aðfangadagur – ég bíð eftir jólunum spenntur,“ segir í frægu jólalagi hljómsveitarinnar Í svörtum fötum. Og viti menn. Landsmenn hafa undanfarnar vikur verið í óðaönn að undirbúa, taka til og kaupa það sem til þarf áður en aðfangadagur loks rennur upp. Eins og gengur og gerist geta hlutir gleymst þrátt fyrir góðan undirbúning og þá er gott að vita hvar opið er á aðfangadag.

Innlent
Fréttamynd

Flýr frá neyslu­hyggjunni sem ein­kennir oft vest­ræn jól

Móðir sem hefur þrisvar sinnum haldið upp á jólin í Afríku með fjölskyldu sinni segir gott að komast frá neysluhyggjunni sem einkennir oft vestræn jól. Sama hvar fjölskyldan er stödd í heiminum láta þau dómkirkjuklukkur í Reykjavík ætíð hringja inn jólin.

Innlent
Fréttamynd

Grípa ekki til að­gerða vegna deilna um „Zolo“

Neytendastofa sér ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna deilna um notkun á auðmenninu og vörumerkinu ZOLO. Kvörtun hafði borist stofnuninni frá Zolo og dætrum ehf. þar sem kvartað var yfir notkun City Bikes ehf á merkinu Zolo á rafhlaupahjólum sínum.

Neytendur
Fréttamynd

Hvetur fólk til að fækka jóla­gjöfunum

Sífellt fleirum er umhugað um kolefnisspor jólahátíðarinnar og getur reynst erfitt að halda í hófsemisstefnu þegar gjafakvíðinn fer að minna á sig. Finnst mörgum nógu erfitt að velja gjafir við hæfi fyrir vini og ættingja áður en loftslagsáhyggjurnar eru einnig teknar með inn í reikninginn.

Innlent
Fréttamynd

Prins Nutella tróð upp í eins árs afmæli

Verzlanahöllinn hélt upp á eins árs afmælið í gær. Meðal þeirra sem glöddu viðstadda var upprennandi söngstjarnan Prins Nutella, eða Baldvin Tómas Sólmunarson,en hann mun stíga á svið meðJólagestumBjörgvins næsta laugardag.

Lífið
Fréttamynd

Jogginggallinn jólagjöf ársins

Jogginggallinn er jólagjöf ársins 2021 að mati Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV). Miðað var við að gjöfin væri vara sem selst vel, væri vinsæl meðal neytenda og falli vel að tíðarandanum. 

Viðskipti innlent