Tímapressa tilboðsdaganna til þess fallin að skapa gerviþörf Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 15:22 Þrátt fyrir að hægt sé að gera góð kaup á tilboðsdögum á borð við Black friday getur líka verið afar auðvelt að tapa áttum í kaupgleðinni. „Þarf ég þetta virkilega?“ er spurning sem landsmenn ættu að velta vandlega fyrir sér áður en þeir taka ákvarðanir um kaup að mati forsvarsmanna Sorpu. Í dag er einn af stóru tilboðsdögum ársins sem hefur fest sig í sessi á síðustu árum og er annar slíkur á dagskrá eftir helgi. Meðalfjölskylda hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum af sorpi í óflokkuðu tunnuna á ári hverju. Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“ Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að í dag er tilboðsdagurinn Svartur föstudagur. Hægt er að gera afar góð kaup á degi sem þessum en það eru í líka dekkri hliðar á allri þessari kaupgleði. Gunnar Dofri Ólafsson er samskipta- og viðskiptaþróunarstjóri hjá Sorpu. „Við sjáum það bara á því að meðalfjölskylda; fjögurra manna vísitölufjölskylda, hendir að meðaltali rúmlega fimm hundruð kílóum í óflokkuðu tunnuna þannig að þetta eru hundrað og þrjátíu kíló á mann. Þetta segir okkur bara að það er einhvers staðar eitthvað í ferlinu sem klikkar. Það er einhver sem hannar vöru þannig að hún endist ekki nógu lengi og það er einhver sem markaðssetur hugsanlega of mikið af vöru og það er einhver sem kaupir meira en hann ætlaði sér og með þessum afleiðingum.“ Tilboðsdagar geti þó verið góðra gjalda verðir en Gunnar segir að fólk verði að nálgast þá rétt og ígrunda áður en keypt er. „Hættan við svona tilboðsdaga er hins vegar alltaf sú að það skapist einhvers konar gerviþörf því fólk er sett í tímapressu, það þarf að bregðast við á stuttum tíma og þá gerir fólk kannski einhver mistök, það fer í einhver "impulse-kaup" sem það hefði ekki gert áður einmitt vegna þess að varan er á tilboði og þá hættir hlutum oftar en ekki til þess að enda annað hvort varanlega upp í eða bara á planinu hjá Sorpu“ En hvað þarf þá að hafa í huga á degi sem þessum? „Það er kannski rétt að halda til haga að hinn hatturinn minn er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Leitin að peningunum og þar höfum við rætt mjög mikið um þetta tilfinningalega samband fólks við peninga. Við höldum gjarnan að við séum svo rökrétt en í grunninn erum við bara tilfinningaverur sem stýrumst af tilfinningum og hvötum sem þróuðust fyrir þúsundum ára. Þannig að varinn sem maður getur haft á er einmitt að velta fyrir sér hvort maður hefði keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti, ef svarið við því er nei, ég hefði ekki keypt hlutinn ef hann væri ekki á afslætti þá þarf maður svona aðeins að líta í eigin barm og velta fyrir sér; þarf ég þetta?“
Verslun Neytendur Tengdar fréttir Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47 Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Löggan býður upp á Black Friday tilboð sem allir vilja missa af Það hefur varla farið framhjá nokkrum manni að í dag er Svartur föstudagur. Fólk er hvergi óhult fyrir auglýsingum fyrirtækja sem keppast um að bjóða sem best tilboð. Í dag birtist þó heldur óhefðbundin auglýsing, þegar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu auglýsti „Black Friday“ tilboð á umferðasektum. 25. nóvember 2022 10:47
Ýmislegt sem ber að varast á tilboðsdögum: „Hægt að gera góð kaup en ekki eru öll kaup góð“ Verslanir víða um land tóku þátt í Svörtum föstudegi í dag. Formaður Neytendasamtakanna og stofnandi Vakandi segja mikilvægt að fólk sé á varðbergi á tilboðsdögum sem þessum fyrir mögulegu svindli og sé meðvitað um neyslu sína. 26. nóvember 2021 22:00