Nóvember undirlagður afsláttargylliboðum og neyslufylleríi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 09:00 Birgitta hvetur fólk til að vera meðvitaðra í neyslunni, hugsa sig um og kaupa aðeins það sem það vanti. Vísir/Ívar Fannar Mikil tilboðshelgi er gengin í garð og segja verslunarmenn nóvembermánuð nánast undirlagðan tilboðsdögum. Sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun telur tilboðsdagana óþarfaneyslufyllerí. Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“ Verslun Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa, segir hundruði pantana hafa streymt inn hjá versluninni í dag.Vísir/Ívar Fannar Mikill tilboðsdagur var í gær og raunar mikil tilboðshelgi sem hefur fest sig í sessi á undanförnum árum. Flestar íslenskar verlsanir hafa tekið upp þennan ameríska tilboðsdag, sem kallast Svörtudagur á íslensku, sem líklega hefur ekki farið fram hjá neinum. Samkvæmt upplýsingum frá neytendasamtökunum hafa þegar borist tugir tilkynninga um að verslanir hafi hækkað verð í aðdraganda tilboðsdaganna til þess að tilboðsverð yrðu sem hæst. Sjáiði að fólk sé að nýta þessi tilboð í jólainnkaup? „Já, við sjáum bara að nóvember er að verða stærri og stærri. Þetta er ekki lengur einn dagur, þetta er næstum orðinn samfeldur mánuður,“ segir Pálmi Jónsson, forstjóri Heimkaupa. Og þó margir neytendur fagni tilboðsdögum sem þessum eru ekki allir jafn ánægðir með afsláttardaga og auglýsingaflóð sem þetta. „[Auglýsingar] ýfa upp í okkur kauplöngun, oftar en ekki í óþarfa. Og okkur líður eins og við séum að missa af ef við tökum ekki þátt. Sérstaklega eins og núna í nóvember, sem hefur verið undirlagður auglýsingum og afsláttargylliboðum, þá magnast upp einhver spenna í manni og manni finnst eins og maður þurfi að taka þátt en maður veit ekki einu sinni hvað mann vantar eða langar,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir, sérfræðingur á sviði hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Flesta vanti ekkert og því tilvalið að gefa gæðastundir, upplifanir eða endurnýttar gjafir. Einhverjar samfélagslegar breytingar þurfi til að þessi neyslumenning breytist. „Það er orðið svo samfélagslega samþykkt að taka þátt í neyslufylleríinu og þá er bara mikilvægt að staldra aðeins við og leyfa auglýsingunum að fljóta hjá og nýta tímann í eitthvað annað.“
Verslun Neytendur Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira