Verslun

Fréttamynd

Ásdís og Katla taka við rekstri Lovísu

Ásdís Bjarkadóttir og Katla Sif Friðriksdóttir hafa gengið frá kaupum á kynlífstækjaversluninni Lovísu. Þær taka við rekstrinum af stofnanda verslunarinnar, Jóni Þór Ágústssyni, sem ætlar að einbeita sér að öðrum verkefnum. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís

Jóladagatöl koma í öllum stærðum og gerðum. Eitt eiga þau öll sameiginlegt og það er að þau veita unað á einn hátt eða annan. Hér að neðan má sjá nokkrar vinsælar hugmyndir af dagatölum fyrir fullorðna sem fást á Íslandi til þess að auðvelda biðina í desember fram að jólum.

Jól
Fréttamynd

Hátt í þúsund manns mættu á foropnun Nocco

„Fyrstu voru mætt hérna klukkutíma fyrir opnun. Röðin teygði sig langt út á götu og taldi stöðugt hundrað manns. Þetta eru magnaðar viðtökur og maður man hreinlega ekki eftir öðru eins,“ segir Arnar Freyr Ársælsson, markaðsstjóri Nocco en foropnun á Pop-Up verslun Nocco var opnuð á Hafnartorgi á sunnudaginn.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Mynda­vélar í sjálfs­af­greiðslu­kössum sporna gegn þjófnaði

Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Leita að jólagjöf ársins

RSV (Rannsóknasetur Verslunarinnar) leitar eftir tillögum að jólagjöf ársins. Jogginggalli var valin gjöf ársins í fyrra. Þá verður fróðlegt að sjá hvort neytendur og verslanaeigendur séu sammála viðskiptavinum Elko sem völdu loftsteikingapott sem vinsælustu gjöfina í ár. 

Jól
Fréttamynd

Eigandi Eikund í VEST

Hönnunarbúðin VEST fagnar tveggja ára afmæli nú í janúar. Rúmgóður sýningarsalur VEST sker sig sannarlega úr og minnir helst á listgallerý þar sem hágæða tímalausa hönnun frá Ítalíu, Noregi og Svíþjóð fær að njóta sín. Andrúmsloftið er rólegt og þægilegt og kaffið frábært. Nýlega hefur VEST kynnt hið einstaka Norksa fyrirtæki Eikund í verslun sinni að Ármúla, 17.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Einn flottasti lúxussalur landsins rís úr þaki Kringlunnar

Einn glæsilegasti lúxus bíósalur landsins er meðal nýjunga á 3. hæð Kringlunnar en salurinn opnar með frumsýningu á stórmyndinn Avatar í desember. Arkitektar og verkfræðingar Kringlunnar fengu þá djörfu hugmynd að byggja salinn ofan á þak Kringlunnar.

Samstarf
Fréttamynd

Af­sláttar­dagar alltaf að stækka: „Enginn dagur sem sker sig jafn mikið úr“

Einn stærsti dagur afsláttardagur ársins er í dag, svokallaður Singles day eða Dagur einhleypra. Sífellt fleiri landsmenn nýta sér alþjóðlega afsláttardaga í nóvember til að hefja og jafnvel klára jólainnkaup. Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir mikilvægt að hafa umhverfisáhrif í huga þegar verslað sé af erlendum netverslunum.

Neytendur
Fréttamynd

Þriðja hæð Kringlunnar straujuð og endurgerð

Á næstu dögum opnar Kringlan nýtt og glæsilegt svæði á 3ju hæð. Paolo Gianfrancesco frá THG Arkitektum bauð Arnari Gauta í heimsókn og útskýrði metnaðarfullar gjör breytingar á hæðinni sem hefur verið gríðarleg áskorun fyrir arkitekta og verkfræðinga.

Samstarf
Fréttamynd

Sitjum ekki uppi með sárt enni og brennt kort – vörumst net­svik

Jólageit IKEA er komin á sinn stað og fyrsti stóri netverslunar dagurinn nálgast. Þetta verður ekki flúið, það eru að koma jól. Burtséð frá því hvenær fólki finnst eðlilegt að byrja að minnast á jólin þá er fjöldi fólks sem nýtir sér þau tækifæri sem gefast í netverslunum í nóvember.

Skoðun
Fréttamynd

Sport 24 byrjar vikuna með dúnduraf­slætti

„Við þjófstörtum Singles Day þetta árið og nú er hægt að gera dúndurkaup alla vikuna. Það er afsláttur af öllu frá deginum í dag og til sunnudags og að minnsta kosti 250 vörnúmer verða á 50% til 70% afslætti. Núna er því tilvalið afgreiða jólagjafirnar á einu bretti,“ segir Júlíus Óskar Ólafsson, framkvæmdastjóri Sport24 sem er vefverslun vikunnar á Vísi.

Samstarf
Fréttamynd

Að hræðast ekki þótt maður sé kominn djúpt í laugina og ekki alveg syndur

„Frægasta tískubúð á Íslandi fyrr og síðar var Sesar á Akureyri. Þar tókst mér að selja 20 þúsund gallabuxur í 10 þúsund manna bæ á sínum tíma. Saga mín í viðskiptum spannar marga áratugi og er ansi ótrúleg á köflum. Það hafa ekki alltaf verið jólin, en með þrautseigju, einstöku samstarfsfólki, góðum viðskiptafélögum og jákvæðni er staðan í dag frábær,“ segir hinn nær áttræði, framkvæmdaglaði Herbert Óskar Ólafsson, betur þekktur sem Kóki, sem rekur reiðtygja og reiðfataframleiðsluna Top Reiter, að líkindum þá stærstu í íslenska hestaheiminum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Dökku litirnir horfnir: „Finnst þetta bara vera lé­leg af­sökun“

Vala Emanuela Reynisdóttir upplifir erfiðleika við að finna förðunarvörur sem henta sér hér á landi. Vala, sem er dökk á hörund, segist hingað til hafa geta keypt sér farða sem hentar en nú sé búið að taka þá úr sölu. Framkvæmdastjóri Danól segir fyrirtækið alltaf hafa fjölbreytileika í huga.

Neytendur
Fréttamynd

Tæp­lega hundrað ís­lenskir jóla­bjórar mættir til leiks

Bjórþyrstir Íslendingar eru líklega sérlega kátir þessa stundina, þar sem sala á jólabjór hófst í verslunum ÁTVR í dag. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi þar sem tæplega hundrað tegundir eru í boði. Þar af eru íslensku bjórarnir í miklum meirihluta eða 91. 

Jól
Fréttamynd

Tímamót í tölfræði fyrir verslun og þjónustu

Það er óumdeilt að góðar ákvarðanir eru teknar á grundvelli góðra upplýsinga og gagna er málefnið varða. Gagnadrifnar ákvarðanir geta til að mynda hjálpað fyrirtækjum að bæta frammistöðu, þróa nýjar vörur og þjónustu og auka samkeppnisforskot sitt.

Skoðun
Fréttamynd

Dala­manni ársins sagt upp fyrir að tala of mikið

Rebeccu Cathrine Kaad Ostenfeld, sem útnefnd var Dalamaður ársins 2022, var í gær sagt upp störfum í Krambúðinni í Búðardal. Formleg ástæða uppsagnarinnar var skipulagsbreyting en verslunarstjórinn sagði Rebeccu einfaldlega tala of mikið við viðskiptavini.

Innlent
Fréttamynd

Hreyfihömluð börn komist oft ekki í bekkjarafmæli

Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra, fær reglulega ábendingar um að fötluð börn verði út undan þegar barnaafmæli eru haldin á stöðum þar sem aðgengismál eru í ólestri. Þau fái boð en komist ekki líkt og hin börnin. Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar segir að í dag sé engin afsökun fyrir lélegu aðgengi.

Innlent