Grín og gaman

Fréttamynd

Óborganlegt upphaf steypiboðs Berglindar Bjargar

Berglind Björg Þorvaldsdóttir hrökk í kút með óborganlegum hætti þegar vinkonur hennar komu henni á óvart með steypiboði í dag. Uppákoman náðist sem betur fer á myndband fyrir þá sem hafa gaman af því að hlæja.

Lífið
Fréttamynd

Fyndnustu dýralífsmyndir ársins

Forsvarsmenn hinnar árlegu ljósmyndakeppni Comedy Wildlife Photography Awards birtu nýverið þær myndir sem keppa til úrslita í ár. Myndirnar sýna villt dýr við skondnar og oft undarlegar aðstæður.

Lífið
Fréttamynd

Skíttapaði fyrir Ís­lands­meistaranum í töfra­teningi

Íslandsmótið í Rubiks-kubbum, eða töfrateningum, fór fram um helgina. Þar komu saman keppendur á öllum aldri, sem deila þessu sjaldgæfa en þó vaxandi áhugamáli. Fréttamaður fékk að reka inn nefið á mótinu, og spreyta sig á móti Íslandsmeistaranum.

Lífið
Fréttamynd

„Hvaða ráð­herra notar síma­veski?“

Ráðherrar lögðu síma sína til hliðar áður en ríkisstjórnarfundur hófst á Egilsstöðum í dag. Mynd af símunum vakti nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag. Upp spratt umræða um hvaða ráðherrar ættu hvaða síma.

Lífið
Fréttamynd

Berfættur bóndi

Bóndi í Árnessýslu gengur til allra sinna verka berfættur og hefur að eigin sögn öðlast nýtt líf með því þegar stoðkerfið og andleg líðan er annars vegar. Hann hvetur fólk til að vera eins mikið berfætt og hægt er.

Lífið
Fréttamynd

Leigði sér miðaldra karl í heilan dag

Stefán Þór Þorgeirsson tók japanskan miðaldra karlmann á leigu í heilan dag. Hann segir Japani líta á slíka leigu sem eðlilega og að fólk vilji frekar leigja sér félagsskap en að sjást eitt á ferð. Stefán fór með manninum í spilasal, í pílu og út að borða.

Lífið
Fréttamynd

Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka

Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði.

Lífið
Fréttamynd

Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“

„Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn.

Lífið
Fréttamynd

Dæla út leik­­fanga­­myndum í kjöl­far Bar­bie

Það stefnir allt í að kvikmyndin Barbie verði hittari en leikfangarisinn Mattel er með enn fleiri myndir byggðar á leikföngum fyrirtækisins í bígerð. Búið er að tilkynna fjórtan myndir opinberlega en rúmlega 40 myndir eru í framleiðslu.

Lífið
Fréttamynd

Breytir hundum í lista­verk

Á snyrtistofu Gabriel Feitosa getur allt gerst. Bernedoodles hundar umbreytast í gíraffa og kjölturakkar líkjast Pokémon. Upphalningarnar kosta frá 500 til 1200 Bandaríkjadala. Hundasnyrtistofan er staðsett í San Diego en sjálfur er Gabriel ættaður frá Brasilíu. Stofuna opnaði hann árið 2018 og hefur tíu starfsmenn á sínum snærum sem snyrta að meðaltali tuttugu hunda á degi hverjum.

Lífið
Fréttamynd

Seldu upp Eld­borg á hálf­tíma

Vinirnir og grínistarnir Tinna, Tryggvi og Ingó seldu 1.600 miða á sýningu sína í Eldborgarsal Hörpu á einungis þrjátíu og fimm mínútum. Um er að ræða viðburð sem er svokallað „lifandi hlaðvarp“ en þríeykið stýrir saman geysivinsælu hlaðvarpi.

Lífið
Fréttamynd

Fönguðu kraft púðurskota í „Slow Mo“

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ hafa um árabil fangað hina ýmsu hluti með háhraðamyndavélum og hafa þeir til að mynda komið til Íslands og fangað íslenska náttúru. Í nýjasta myndbandi þeirra sýna þeir fram á kraft púðurskota.

Lífið