Lífið

Brunabjallan fór í gang í miðjum frétta­tíma

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Allt getur gerst í beinni. 
Allt getur gerst í beinni.  Vísir

Klisjan um að hvað sem er geti gerst í beinni útsendingu heldur áfram að minna á sig. Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 í dag mátti litlu muna að brunabjallan í húsakynnum fréttamyndversins eyðilegði útsendinguna.

Sunna Sæmundsdóttir þulur kvöldsins tæklaði truflunina af einskærri fagmennsku en Heimir Már hafði þá lokið við að taka viðtal við slökkviliðsmenn. Blessunarlega þurfti Heimir Már ekki að taka þá með sér aftur í myndver þar sem engan eld var að finna í húsinu. 

Myndskeið af atvikinu má sjá hér að neðan en kvöldfréttatímann í heild sinni má nálgast hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.