Fulltrúar Pírata voru þau Björn Leví Gunnarsson og Dóra Björt Guðjónsdóttir á meðan Jakob Frímann og Snorri Másson mættu fyrir hönd Miðflokksins í Kosningakvissið sem sýnt var í skemmtiþætti Stöðvar 2 á kosningakvöldi. Björn Bragi leyfði liðunum að spreyta sig á klassískum lið í Kvissi, fimmföldum. Þar fá lið þrjátíu sekúndur til að nefna eins mörg svör og þau geta og var keppninni svo lokið á myndagátu.
Bæði lið viðurkenndu í upphafi að vera haldin ákveðnum Kviss kvíða. Síðan voru hlutirnir fljótir að gerast þegar Miðflokksmenn fengu spurningu um Eurovision og Píratar um Næturvaktina. Myndagátan kom svo skemmtilega á óvart, ekki síst hvað annað liðið var fljótt á bjölluna.