Innlent

Fréttamynd

Gekk berserksgang og barði bíla

Lögreglan handtók í nótt mann sem hafði gengið berserksgang um vesturborgina í Reykjavík og barið og beyglað spegla á minnst 27 bílum. Lögregla fékk tilkynningu um að það væru tveir á ferð en maðurinn var bara einn að þegar lögregla kom á vettvang. Hann var ölvaður mjög og því látinn sofa úr sér í fangageymslu. Hann verður yfirheyrður í dag. Eins og nærri getur hlaupa skemmdirnar á hundruðum þúsunda.

Innlent
Fréttamynd

Flutningabíll í erfiðleikum á Öxnadalsheiði

Öxnadalsheiði var lokuð í fjóra tíma í nótt, milli miðnættis og fjögur eftir að flutningabíll með tengivagn lenti þversum efst á norðurbrún heiðarinnar. Lögregla þurfti liðsinni vegagerðarinnar og dráttarbíls til að sanda undir tengivagninn og draga hann af veginum. Mjög hált var á þessum slóðum í gærkvöldi. Enginn komst framhjá meðan bíllinn stóð þarna þvert á veginum, hvorki norður né suður, en að sögn lögreglu var afar lítil umferð.

Innlent
Fréttamynd

Mikil reiði meðal hjúkrunarfræðinga

Mikil reiði er meðal hjúkrunarfræðinga á Akureyri vegna nýrra upplýsinga um kjaramál. Tvöfalt fleiri norðlenskir hjúkrunarfræðingar eru á lægri taxta en á Landspítalanum án þess að menntun eða reynsla skýri þann mun. Um 30% hjúkrunarfólks fyrir norðan er á lægsta taxtanum samanborið við 14% starfsmanna Landspítalans.

Innlent
Fréttamynd

Sveiflar sprotanum í Háskólabíó í síðasta sinn

Vladimir Ashkenazy hefur sett svip sinn á íslensk menningarlíf um áratuga skeið. Frá árinu 2002 hefur hann verið heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands en þessi frábæri píanisti steig einmitt sín fyrstu skref sem stjórnandi með hljómsveitinni árið 1971. Annað kvöld stýrir hann sveitinni í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði en í kvöld sveiflar hann sprotanum í Háskólabíói, væntanlega í eitt af síðustu skiptunum, því nýtt tónlistarhús er handan við hornið. Á efnisskránni eru þrjú verk, þar á meðal hin dásamlega Fantastique-sinfónía Hectors Berlioz. Ashkenazy segist alltaf hafa jafn gaman af því að koma til Íslands og í hvert skipti sem hann kemur hefur sinfónían tekið enn meiri framförum. Nýlega fékk hann stjórnendastöðu við sinfóníuhljómsveitina í Sydney en þrátt fyrir það ætlar þessi fyrsti tengdasonur Íslands, eins og hann er stundum kallaður, ekki að gleyma okkur.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í báti

Eldur kom upp í báti suðvestur af Ryti við Ísafjarðardjúp rétt um kvöldmataleitið í kvöld. Tveir menn voru í bátnum. Að sögn varðstjóra á Ísafirði náðu mennirnir að slökkva eldinn, en báturinn varð vélvana og þurfti því að kalla á hjálp. Sædísin frá Bolungavík kom á staðin og er báturinn væntanlegur til hafnar í Bolungavík um klukkan hálf tíu. Upptök eldsins eru ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Kópavogsbær byggir að Elliðavatni

Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs hefur samþykkt skipulagsbreytingar á lóðum að vatnsbakka Elliðavatns. Á bæjarstjórnarfundi 10. apríl samþykkti meirihlutinn þ.e. Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkurinn, drög að nýrri byggð suðvestur af Elliðavatni. Samkvæmt nýju skipulagi mun vera um 15 metra bil á milli Elliðavatns og bygginga en um 50 metra helgunarsvæði liggur nú meðfram vatninu en það var samþykkt árið 2000. Með þessu móti mun byggðin teygja sig upp og í kringum Guðmundarlund og liggjað að landi Heiðmerkur.

Innlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan er í allra þágu

Biskup hefur óskað eftir því við prestana í Digranessókn að þjóna þeim fermingarbörnum sem til þeirra leita. Prestur þar neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjusöfnuðinum nema móðir hennar gengi til liðs við Þjóðkirkjuna. Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir alla velkomna í sína kirkju.

Innlent
Fréttamynd

Kjúklingar komnir af risaeðlum

Vísindamenn hafa fundið fyrstu merki þess að risaeðlan Tyrannosaurus rex sé fjarskyldur frændi hænunnar. Eru þetta fyrstu handbæru merkin sem tengja risaeðlur og fugla saman, segir vísindamaður við Harvard háskóla í Bandaríkjunum. Upplýsingar þessar fengust með því að rannsaka prótein úr beinmerg úr 68 milljón ára gömlu beini. Vísindamenn hafa löngum haldið því fram að fuglarnir eins og við þekkjum þá í dag séu komnir af risaeðlum og er þetta því mikið gleði efni en hingað til hefur ekki verið hægt að finna nýtanlegan beinmerg til þess að vinna úr.

Erlent
Fréttamynd

Mikill árangur á síðustu 16 árum

Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í setningarræðu sinni á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir stundu að mikill árangur hefði náðst í efnahagsmálum á þeim sextán árum sem sjálfstæðismenn hefðu haft forystu í ríkisstjórn. Frelsi hefði verið innleitt á tíunda áratug síðustu aldar undir forystu flokksins og Ísland væri orðið það sem sjálfstæðismenn hefðu lofað - land tækifæranna.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan í methæðum

Úrvalsvísitalan fór í methæðir við lokun markaða í dag þegar hún hækkaði um 0,2 prósent og endaði í 7.669 stigum. Þetta slær út met vísitölunnar í gær þegar hún lokaði í 7.611 stigum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Actavis enn í baráttunni um Merck

Actavis staðfestir að fyrirtækið sé enn í baráttunni um yfirtöku á samheitalyfjahluta þýska lyfjafyrirtækisins Merck og séu viðræður enn í gangi. Erlendir fjölmiðlar hafa haldið því fram í dag að félagið hafi dregið sig út úr baráttunni ásamt bandaríska lyfjafyrirtækinu Mylan Laboratories. Þær fréttir eru ekki réttar, samkvæmt upplýsingum frá Actavis.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Umhverfisvænar virkjanir í Þjórsá

Landsvirkjun heldur ótrauð áfram undirbúningi að virkjunum í neðri Þjórsá þrátt fyrir andstöðu meirihluta Sunnlendinga. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir virkjanirnar til fyrirmyndar í umhverfismálum.

Innlent
Fréttamynd

Íbúðalánasjóður lánaði 4,9 milljarða í mars

Útlán Íbúðalánasjóðs námu 4,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Þar af var tæpur hálfur milljarður vegna leiguíbúðalána, að því er fram kemur í mánaðarskýrslu sjóðsins sem kom út í gær. Meðalfjárhæð almennra lána nam tæpum 9,4 milljörðum króna. Útlán sjóðsins á fyrstu þremur mánuðum ársins námu 13,6 milljörðum króna sem er lítillega yfir áætlunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TM Software selur Maritech

TM Software hefur gengið frá samningi um sölu á öllum hlutabréfum í hugbúnaðarfyrirtækinu Maritech International til AKVA Group ASA í Noregi. AKVA Group keypti í desember í fyrra sjávarútvegshluta Maritech. Stjórnendur TM Software töldu hagsmunum viðskiptavina best borgið með því að selja Maritech í heilu lagi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ingvar á sömu braut

Ingvar Þór Jóhannesson (2299), sem náði áfanga að alþjóðlegum meistaratitli á Kaupþingsmóti Hellis og TR, sem lauk fyrir skemmstu, hélt áfram á sömu braut á Reykjavík International - minningarmótinu um Þráin Guðmundsson, sem hófst í dag í skákhöllinni í Faxafeni en hann lagði lettneska stórmeistarann Viesturs Meijers (2485) að velli í fyrstu umferð.

Innlent
Fréttamynd

Landsfundur Sjálfstæðismanna settur í dag

37. landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður settur í dag í Laugardalshöll. Fundurinn hefst með ávarpi formanns klukkan hálf sex síðdegis í dag. Formleg fundahöld hefjast svo á morgun með umræðum um stjórnmálaályktanir, skýrslum um flokksstarfið og samráðsfundum fulltrúa kjördæma.

Innlent
Fréttamynd

Tölvuþrjótar réðust á vefsvæði Vodafone

Vefsvæði Vodafone hér á landi varð fyrir árás tölvuþrjóta í gærkvöld. Þeim tókst að komast inn fyrir varnir svæðisins og skipta út forsíðunni fyrir sína eigin. Samkvæmt vefsíðu sem fylgist með þróun öryggismála á netinu fer svona árásum fjölgandi. Aðferðir þrjótanna eru margvíslegar og get haft í för með sér hættulegar afleiðingar fyrir grunlausa notendur.

Innlent
Fréttamynd

Drukkin á tvöföldum hámarkshraða

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöld um tvítuga stúlku sem mældist á 109 kílómetra hraða á Nýbýlaveginum í Kópavogi. Þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Ekki nóg með að stúlkan hafi verið á ríflega tvöföldum hámarkshraða heldur var hún einnig undir áhrifum áfengis við aksturinn. Lögregla segir stúlkuna mega eiga von á langri ökuleyfissviptingu og hárri sekt.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerð gekk vel

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra gekkst í gær undir skurðaðgerð á brjóstholi. Hægra lunga hans var fallið saman í annað sinn á stuttum tíma. Aðgerðin gekk samvkæmt vonum og er búist við því að það taki Björn átta til tólf vikur að jafna sig.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri grænir fjórfalda fylgi sitt

Vinstri grænir fjórfalda fylgi sitt í Suðurkjördæmi samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans gerði fyrir Stöð 2. Vinstri grænir fá samkvæmt könnuninni tæp 18 prósent og tvo kjördæmakjörna þingmenn en hafa nú engan. Mennina tvo fengju Vinstri grænir á kostnað Framsóknar og Frjálslyndra sem missa báðir einn mann.

Innlent
Fréttamynd

Sjómanns enn leitað við Vopnafjörð

Björgunarsveitir frá öllu Austurlandi leita sjómanns í og við Vopnafjörð en bátur hans fannst mannlaus í fjörunni í Vopnafirði seint í gærkvöldi. Um 70 taka nú þátt í leitinni sem staðið hefur í alla nótt. Bæði þyrla og varðskip Landhelgisgæslunnar taka einnig þátt í leitinni.

Innlent
Fréttamynd

Sjómanns af strönduðum báti leitað í Vopnafirði

Nú stendur yfir leit að sjómanni sem saknað er eftir að bátur hans fannst mannlaus í stórgrýti í fjöru austan megin í Vopnafirði. Björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Austurlandi eru að byrja að ganga fjörur en myrkur og strekkingsvindur torvelda nokkuð leitarstarf. Þyrla Landhelgisgæslunnar og varðskip eru á leið á strandstað.

Innlent
Fréttamynd

Bókin Delicious Iceland hlýtur heiðursverðlaun

Bókin Delicious Iceland eftir þá Völund Snæ Völundarson matreiðslumann og Hrein Hreinsson ljósmyndara hlut um helgina sérstök heiðursverðlaun, The Gourmand Cookbook Awards, en það eru ein virtustu verðlaun heims í matar- og vínbókmenntum. Forsvarsmenn keppninnar föluðust sérstaklega eftir þátttöku bókarinnar þegar hún var kynnt á alþjólegu bókasýningunni í Frankfurt í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Níu ára stelpa bitin af hundi

Níu ára stúlka var bitin af hundi í Reykjavík í gær. Stúlkan var flutt á slysadeild en sauma þurfti átta spor í framhandlegg hennar. Stúlkan er vön að umgangast hunda en sá sem beit hana er henni alls óviðkomandi. Ekki er ljóst að svo stöddu hvað verður um hundinn.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að ferma stúlku úr Fríkirkjunni

Unglingsstúlku var í haust meinað að fermast í Digranessókn vegna þess að móðir hennar er í Fríkirkjunni. Móður stúlkunnar var tilkynnt að ef hún gengi úr Fríkirkjunni fengið barnið að fermast, annars ekki. Presturinn, séra Magnús Björnsson, býður Fríkirkjuprestinum, Hirti Magna Jóhannssyni, í kaffi til að semja um þessi mál.

Skoðun
Fréttamynd

Íslenska hagkerfið er í ójafnvægi

Íslenska hagkerfið er í miklu ójafnvægi um þessar mundir og viðskiptahallinn aldrei verið meiri, segir í nýju riti Samfylkingarinnar um efnahagsmál sem starfshópur undir stjórn Jóns Sigurðssonar, fyrrum ráðherra og seðlabankastjóra, vann að. Einnig segir að hætta sé á að Ísland missi allan trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum eins og hafi sannast í mars sl. þegar matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í innlendri og erlendri mynt.

Innlent
Fréttamynd

Landsbankinn gefur 75 milljónir til 75 góðgerðarfélaga

Landsbankinn hefur ákveðið að úthluta 75 milljónum til 75 góðgerðarfélaga og annarra málefna hér á landi úr Menningarsjóði bankans og gefur almenningi kost á að verða mánaðarlegir styrktaraðilar. Þetta er stærsta úthlutun Menningarsjóðs til þessa.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir skammar stjórn Woolworths

Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, gagnrýndi stjórnendur bresku verslanakeðjunnar Woolworths harðlega í viðtali við breska dagblaðið Financial Times í gær. Jón sagði óráð að verja fé í endurnýjun verslana sem ekki skili hagnaði og ætti stjórnin að taka sig á til að snúa rekstrinum við. Hagnaður Woolworths dróst saman um 73 prósent í fyrra, sem var versta ár í sögu verslanakeðjunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Björn Bjarnason lagður inn á sjúkrahús

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra var í gær lagður inn á sjúkrahús eftir að kom í ljós að hægra lunga væri fallið saman. Hann hafði kvartað undan mæði nú um páskana. Hann var lagður inn af sömu ástæðu í byrjun febrúar og þurfti þá að dvelja í um tvær vikur á spítala. Björn fer í aðgerð í dag á brjóstholi.

Innlent