Innlent

Landsbankinn gefur 75 milljónir til 75 góðgerðarfélaga

Landsbankinn hefur ákveðið að úthluta 75 milljónum til 75 góðgerðarfélaga og annarra málefna hér á landi úr Menningarsjóði bankans og gefur almenningi kost á að verða mánaðarlegir styrktaraðilar. Þetta er stærsta úthlutun Menningarsjóðs til þessa.

Landsbankinn opnaði netþjónustuna, Leggðu góðu málefni lið í Einkabankanum um mitt ár í fyrra í tilefni af 120 ára afmæli bankans. Í nýlegu blaði sem bankinn hefur gefið út og sent á heimili allra landsmanna er sögð saga tólf einstaklinga sem glíma við erfiðleika í lífi sínu hver á sinn hátt.

Í tilefni af útgáfu blaðsins hefur Menningarsjóður Landsbankans ákveðið að styrkja 75 góðgerðarfélög um 75 milljónir þannig að hvert félag fær eina milljón.

Félögin eru öll í styrktarþjónustu bankans og vonast forsvarsmenn hans að viðskiptavinir gerist mánaðarlegir bakhjarlar þeirra. Þeir velja þá góðgerðarfélag í gegnum Einkabanka eða Fyrirtækjabanka Landsbankans og geta styrkt þau um ákveðna upphæð á mánuði.

Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans og stjórnar Menningarsjóðs, segir fjölmörg góðgerðarfélög leita til bankans eftir styrkjum á hverju ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×