Innlent

Fréttamynd

Versta lagið fer í úrslit Eurovision

Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit .

Innlent
Fréttamynd

365 lýkur sölu á Hands Holding

365 hf. hefur selt allan hlut sinn, 30,7 prósent, í Hands Holding hf. til Arena Holding óstofnaðs félags Baugs Group hf., Fons Eignarhaldsfélags hf. og Icon ehf. Salan nemur 1.620 milljónum króna. Stærstur hluti verðsins, 1,5 milljarðar króna, verður greiddur 28. júní næstkomandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis

Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins og afskrá það. Actavis er metið á um 287 milljarða krónur.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn gefur út 43,5 milljarða króna skuldabréf

Landsbankinn gekk í dag frá útgáfu á 500 milljóna evra skuldabréfi til fimm ára með breytilegum vöxtum. Þetta jafngildir 43,5 milljörðum króna og er fyrsta útgáfa Landsbankans á skuldabréfum í evrum síðan í október fyrir einu og hálfi ári. Útgáfan er liður í endurfjármögnun bankans á þessu ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Næstbesta uppgjör SPRON á einum fjórðungi

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 4,7 milljarða krónur á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við rúman 1,1 milljarð króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 318 prósenta aukning á milli ára.Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri, segir afkomuna góða enda þetta næstbesta uppgjörið á einum fjórðungi í 75 ára sögu sparisjóðsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Veggjakrotarar staðnir að verki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran.

Innlent
Fréttamynd

Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst

Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum.

Innlent
Fréttamynd

Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni

Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi

Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006. Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman.

Innlent
Fréttamynd

Refresco kaupir franskt fyrirtæki

Hollenska drykkjarvörufyrirtækið Refresco, sem FL Group, Vífillfell og Kaupþing eiga meirihluta í, hefur eignast franska fyrirtækið Nuits Saint-Georges Production SAS en félagið er með aðsetur í Dijon héraði í Frakklandi. Þetta er fjórða fyrirtækið sem Refresco hefur keypt á síðastliðnum þremur mánuðum og rúmlega tvöfaldað veltu sína.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagnaður Sampo jókst um 820 prósent

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo Group hagnaðist um 3,1 milljarð evra, jafnvirði 272 milljarða íslenskra króna, fyrir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 820 prósentum meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Níutíu prósent af hagnaðinum er tilkominn vegna sölu á bankastarfsemi fyrirtækisins til Danske Bank. Uppgjörið er undir væntingum og hefur gengi bréfa í Sampo lækkað í OMX-kauphöllinni í Helsinki í dag.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fasteignamarkaðurinn tekur við sér

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu tæpum 5,3 milljörðum króna í apríl, samkvæmt mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Þar af voru ríflega 600 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán námu tæpum 4,7 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána nam tæpum 9,3 milljónum króna. Sjóðurinn segir að svo virðist sem fasteignamarkaðurinn sé að taka við sér á ný.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hálfsextugar konur geta orðið ófrískar

Konur á sextugsaldri geta orðið ófrískar upp á hefðbundin máta en konur eldri en 46 ára fá ekki frjósemismeðferð á Íslandi. Hálfsextug íslensk kona á von á sér eftir tæpa tvo mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Furðar sig á lóðaúthlutun

Forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands furðar sig á að borgin hafi úthlutað Listaháskóla Íslands lóð í Vatnsmýri sem hefur í átta ár verið merkt Náttúrufræðistofnun á deiliskipulagi.

Innlent
Fréttamynd

Rúmenum gert að yfirgefa landið

Níu rúmenskum karlmönnum sem haldið hafa til á Akureyri síðustu daga verður gert að yfirgefa landið. Þeir eru frá sama svæði og hópurinn sem þegar hefur verið vísað úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Ágóði ævisögu Hannesar Hólmsteins til Mæðrastyrksnefndar

Útgáguforlagið Nýhil mun afhenda mæðrastyrksnefnd allan ágóða af sölu metsölubókarinnar Hannes - Nóttin er blá, mamma. Bókin er fyrsta bindi í ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og kom út fyrir síðustu jól. Höfundur hennar er Óttar M. Norðfjörð. Ágóðinn af sölunni reyndist 300 þúsund krónur og verður afhentur við athöfn á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan útilokar ekki íkveikju í miðbænum

Rannsókn lögreglu á eldsupptökum vegna bruna húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis 18. apríl stendur enn yfir. Lögregla getur því ekki útilokað að um íkveikju af mannavöldum hafi verið að ræða, né heldur hvort um hafi verið að ræða bruna út frá rafmagni. Of snemmt er að fullyrða um nokkuð í þessum efnum segir í yfirlýsingu frá lögreglunni.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaður TM eykst

Tryggingamiðstöðin skilaði hagnaði upp á 886 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 626 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Rekstrartap af vátryggingastarfsemi nam fimm milljónum króna sem er talsverður viðsnúningur frá síðasta ári þegar tapið nam 215 milljónum króna. Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar segir tjónaþróun hér á landi áhyggjuefni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Afkoma Marel yfir væntingum

Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Smyglaði sveppum og eiturlyfjum á Litla Hraun

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að reyna að smygla sveppum og fíkniefnum til fanga á Litla Hrauni. Fíkniefnahundur „merkti“ ákærða í fangelsinu og kom þá í ljós að maðurinn hafði ólöglega sveppi og fíkniefni í úlpuvasa sínum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi.

Innlent
Fréttamynd

Áhyggjur af próflausum ökumönnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur það umhugsunarefni að ökumenn skuli halda áfram akstri þrátt fyrir að hafa verið sviptir ökuleyfi. Um síðustu helgi var 19 ára piltur stöðvarður fyrir hraðakstur. Hann virti ekki stöðvunarmerki lögreglumanna og reyndi auk þess að komast undan. Að sögn lögreglu er það nánast á hverjum degi sem afskipti eru höfð af slíkum ökumönnum.

Innlent
Fréttamynd

Götumyndin verður aldrei eins, segir borgarstjóri

Götumyndin verður aldrei eins í Austurstræti eftir brunann í miðborginni, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri í blaðagrein í dag. Áður hafði hann lagt áherslu á að halda í þá sögufrægu götumynd sem varð eldi að bráð um miðjan apríl.

Innlent
Fréttamynd

Vinnuálag foreldra orsök eyrnavandamála

Að meðaltali eru tvö til fimm börn lögð inn á spítala í hverjum mánuði til að fá sýklalyf í æð, þar sem venjuleg sýklalyf virka ekki lengur á þau. Doktor í læknisfræði segir mikla notkun hjá börnum aðallega tilkomna vegna miðeyrnabólgu, en við henni er sýklalyfjameðferð óþörf. Hins vegar geti sýklalyfjanotkunin skapað endurtekin eyrnavandamál.

Innlent
Fréttamynd

900 milljóna króna gjöf

Lóðin sem Listaháskóli Íslands fékk að gjöf frá Reykjavíkurborg í gær er varlega áætlað níu hundruð milljóna króna virði, að mati Sverris Kristinssonar fasteignasala hjá Eignamiðlun.

Innlent
Fréttamynd

Einstaklingsherbergi efst á óskalista sjúklinga

Einstaklingsherbergi með baði eru efst á óskalista sjúklinga, lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna við hönnun nýs háskólasjúkrahúss. Góður og fjölbreyttur matur þykir einnig mikilvægur. Þetta eru meðal annars niðurstöður bandaríska ráðgjafafyrirtækisins Planetree sem kynntar voru framkvæmdanefnd Landsspítala - háskólasjúkrahúss í gær.

Innlent
Fréttamynd

Raunfærnimat þróað hér á landi

Raunfærnimat er nýtt hugtak yfir mat á færni einstaklinga óháð því hvernig hennar var aflað. Nýverið voru 19 bankastarfsmenn útskrifaðir eftir að hafa farið í gegnum raunfærnimat tilraunaverkefnisins „The Value of Work“. Um er að ræða samstarfsverkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem vinnur að því að þróa aðferð til að meta raunfærni einstaklinga í atvinnulífinu.

Innlent
Fréttamynd

Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri

Borgin hefur afhent Listaháskóla Íslands ellefuþúsund fermetra lóð í Vatnsmýrinni. Menntamálaráðherra segir þetta mikinn gleðidag og rektor listaháskólans ætlar að fagna áfanganum með klippingu á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ólafur Ragnar útskrifaður af sjúkrahúsi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hefur verið útskrifaður eftir að hafa gengist undir fjölda rannsókna á Landsspítala - háskólasjúkrahúsi. Hann er nú kominn heim á Bessastaði og mun hvíla sig næstu daga samkvæmt læknisráði. Ekkert athugavert kom í ljós við rannsóknir að sögn Örnólfs Thorssonar forsetaritara.

Innlent