Viðskipti innlent

Afkoma Marel yfir væntingum

Hörður Arnarson, forstjóri Marel.
Hörður Arnarson, forstjóri Marel. Mynd/E.Ól

Marel skilað hagnaði upp á eina milljón evra, jafnvirði 86,5 milljóna íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er tæplega tvöfalt betri afkoma en á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn nam 551 þúsund evrum, tæpum 47 milljónum íslenskra króna. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna spáðu.

Bankarnir spáðu því að Marel myndi skila tapi á fjórðungnum allt frá 1,1 til 1,5 milljónum evra.

Í uppgjöri Marels kemur fram að sala Marel Food Systems á fyrsta ársfjórðungi hafi numið 72,2 milljónum evra samanborið við 32,5 milljónir evra í fyrra. Það er 123 prósenta betri sala en á sama tíma í fyrra.

Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 3,2 milljónum evra, 277 milljónum króna, í ár samanborið við 500 þúsund evrur, rúmar 43 milljónir króna í fyrra.

Handbært fé Marels í lok tímabils nam 58,2 milljónum evra, rúmum fimm milljörðum króna. Eigið fé nam 146 milljónum evra, rúmum 12,6 milljörðum króna. Þá var eiginfjárhlutfall 39,2 prósent í lok fjórðungsins.

Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Marels, í tilkynningu frá fyrirtækinu að árið hafi farið vel af stað og hafi mikilvægir áfangar náðst í endurskipulagningu sölu og markaðskerfa

fyrirtækja í eigu Marel.

Uppgjör Marels






Fleiri fréttir

Sjá meira


×