Innlent

Fréttamynd

Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu

Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður slasaðist í Surtshelli

Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Keyrt á dreng við KR völlinn

Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg

Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn.

Innlent
Fréttamynd

Athyglissjúkt andapar í tilhugalífinu

Andarsteggur sem átti leið um Skaftahlíðina beitti afar óvenjulegri aðferð til að ganga í augun á kollu sem var þar skammt hjá. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort aðferðin væri algeng í tilhugalífi anda en svo virðist sem hún hafi borið árangur.

Innlent
Fréttamynd

Niðurstöður kosninga í samræmi við veður

Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér.

Innlent
Fréttamynd

Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar

Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt

Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Útstrikanir Björns enn í talningu

Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji.

Innlent
Fréttamynd

Sætar stelpur á glugga Geirs

Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segir bæði Samfylkingu og Vinstri græna komna á gluggann hjá Geir Haarde til að vera næstsætasta stelpan á ballinu. Hann segir alveg ljóst að Framsóknarflokkur gefi eftir ráðuneyti til Sjálfstæðisflokks, endurnýi flokkarnir samstarf sitt.

Innlent
Fréttamynd

Breiðþota lenti með veikan farþega

Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Sautján ára sviptur á 171 km

Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar

Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Úrvalsvísitalan slær nýtt met

Úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands náði nýjum methæðum við lokun markaða í dag þegar hún endaði í 7.904 stigum. Næstahæsta gildi hennar var á föstudag þegar hún fór í 7.859 stig.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kaupþing með 20% í Storebrand

Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Með kaupunum hefur Kaupþings eignast alla þá hluti sem honum er heimilt að eiga í Storebrand, samkvæmt heimild norska yfirvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn eykst velta á fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldar í íbúðarhúsum

Eldur kviknaði í mannlausu íbúðarhúsi á Patreksfirði í gærmorgun, en slökkviliðinu tókst með snarræði að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. Eldsupptök eru ókunn og málið er í rannsókn. Þá kviknaði eldur í bílskúr við einbýlishús í Grafarholti í Reykjavík í gærmorgun og sprungu þar tveir gaskútar. Rúður brotnuðu í húsinu , sem fylltist af reyk, en heimilisfólk sakaði ekki. Húsið er mikið skemmt og eru eldsupptök ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Ók ólöglega utan vega

Lögregla á Suðurnesjum stóð í gær ökumann að ólöglegum akstri utan vegar skammt frá Reykjanesvita. Hann hafði auk þess fest bílinn svo kirfilega að kalla þurfti á björgunarsveit til þess að ná honum upp. Talsverðar sektir liggja við utanvegaakstri.

Innlent
Fréttamynd

Bátur bilaði útaf Reykjanesi í nótt

Vél bilaði í litlum fiskibáti þegar hann var staddur út af Reykjanesi í nótt. Bátsverjinn lét tilkynningaskylduna vita og var björgunarbáturinn Oddur V. Gíslason sendur eftir honum og dró hann til Grindavíkur. Gott veður var á svæðinu og var bátsverjinn ekki í hættu.

Innlent
Fréttamynd

Nakinn maður í skottinu

Lögreglumönnum á Akureyri brá í brún þegar þeir opnuðu farangursgeymslu á bíl, sem þeir höfðu stöðvað vegna hraðaksturs, því þar lá kviknakinn maður. Auk þess var hann ólöglegur þar sem bíllin er aðeins fimm manna og í honum voru fjórir farþegar auk ökumanns. Lögregla tók því þann berrassaða með sér og kom honum heim.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn á tvöföldum hámarkshraða

Bíll mældist á liðlega 170 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi á móts við gatnamótin að Suðurlandsvegi í nótt, og stöðvaði lögregla ökumanninn. Hann reyndist aðeins sautján ára gamall en var á rösklega tvöföldum hámarkshraða sem er 80 kílómetrar á þessum stað. Hann var sviptur ökuréttindum á staðnum.

Innlent
Fréttamynd

Tekinn eftir að sjónvarp datt aftan úr

Lögreglumenn á leið um Hellisheiði í nótt sáu hvar sjónvarpstæki datt út um afturhurð á bíl, sem leið átti um Heiðina, og stöðvuðu hann. Komu þá í ljós fleiri sjónvarpstæki og ýmis önnur raftæki, sem ökumaður reyndist hafa stolið úr sumarbústöðum í Grímsnesi, en ekki staflað betur í bílinn en svo, að eitt datt út. Auk þess reyndist ökumaðurinn undir áhrifum fíkniefna og fer dagurinn hjá honum í að greiða úr þessari flækju.

Innlent
Fréttamynd

Erfitt að finna fullkomna úthlutunarleið

Samfylkingin fær tveimur fleiri þingmenn en Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavíkurkjördæmi norður enda þótt fylgi hennar þar sé rúmum sjö prósentum minna en Sjálfstæðisflokks. Jafnmikið fylgi Samfylkingar í Reykjavík suður skilar tveimur færri þingmönnum. Einn höfunda kosningakerfisins segir erfitt að finna fullkomna leið til að úthluta þingsætum.

Innlent
Fréttamynd

Hlutfall kvenna á þingi minnkar

Konum á Alþingi fækkar um þrjár frá fyrra tímabili þegar tuttugu og þrír kvenkyns þingmenn sátu á þingi. Alls er hlutfall kvenna eftir Alþingiskosningarnar í gær innan við þriðjungur.

Innlent
Fréttamynd

Gríðarleg kjörsókn í fámennasta kjördæminu

Kjörsókn var gríðarlega góð á fámennasta kjörstað landsins í gær. Aðeins ein manneskja nýtti ekki atkvæðarétt sinn. Í Mjóafirði voru tuttugu og átta manns á kjörskrá og kusu þar 27. Stemningin með besta móti í Sólbrekku, enda boðið upp á pönnukökur, rjómatertu og fleiri veitingar.

Innlent
Fréttamynd

Óvænt endurkoma og stutt stopp

Það var stutt á milli hláturs og gráturs í nótt og morgun þegar frambjóðendur duttu inn og út af þingi með stuttu millibili. Einn reyndur þingmaður átti óvænta endurkomu á meðan annar nýliði staldraði stutt við á hinu háa Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck

Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig úr baráttunni í byrjun mánaðar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kosningavefur Vísis sló í gegn

Margföld umferð hefur verið á Vísis-vefnum frá því í gær miðað við meðalumferð og virðist almenningur hafa notfært sér kosningavefinn vel. Um fjórðungur þeirra sem fylgdust með kosningunum á vefnum voru staddir erlendis.Þá hafa viðbrögð við kosningasjónvarpi Stöðvar 2 verið framar vonum. Fjöldi fólks fylgdist með því á visir.is.

Innlent
Fréttamynd

Kynjaskipting á nýju Alþingi

Tuttugu konur munu sitja á nýju Alþingi Íslendinga á nýju kjörtímabili. Það er tæpur þriðjungur þingmanna. Þegar kemur að kynjaskiptingu eru Vinstri grænir sterkastir með tæplega helming, eða fjórar konur af fimm þingmönnum.

Innlent
Fréttamynd

Mæðradagurinn er í dag

Mæðradagurinn er í dag. Hann var fyrst haldinn hér á landi árið 1934 og var það Mæðrastyrksnefnd sem stóð að honum. Á vef Dómkirkjunnar segir að óvenjumargar ekkjur hafi þá verið hjálparþurfi eftir að tveir togarar fórust með allri áhöfn. Dagurinn var fyrst haldinn fjórða sunnudag í maí, en hefur nú um langt skeið verið haldinn annan sunnudag í mánuðinum.

Innlent