Innlent

Breiðþota lenti með veikan farþega

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Boeing 777-300 breiðþota Air France á Keflavíkurflugvelli í dag.
Boeing 777-300 breiðþota Air France á Keflavíkurflugvelli í dag. MYND/Flugmálastjórn

Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi.

Flugvélinni var lagt við gömlu flugstöðina þar sem háannatími var á flugvellinum og Leifstöð fullsetin. Hún tók viðbótareldsneyti en búist var við að vélin héldi för sinni áfram nú á sjöunda tímanum.

Keflavíkurflugvöllur er á flugleiðinni milli Bandaríkjanna og Evrópu, og því lá beint við að lenda hér. Vélin tók viðbótareldsneyti fyrir áframhaldandi flug.

Á vef Flugmálastjórnar í Keflavík segir að Boeing 777-300 vélar Air France taki á fjórða hundrað farþega og vegi um 300 lestir fullhlaðnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×