Viðskipti innlent

Kaupþing með 20% í Storebrand

Höfuðstöðvar Storebrand.
Höfuðstöðvar Storebrand.

Kaupþing hefur eignast 20 prósenta hlut í norska fjármála- og tryggingafyrirtækinu Storebrand. Þetta er hámarkshlutur sem stjórnvöld í Noregi leyfðu bankanum að kaupa.

Fjármálastofnanir mega alla jafna ekki eiga meira en 10 prósent í norskum fjármála- og tryggingafélögum í Noregi og varð Kaupþing að sækja um sérstaka heimild til að fara yfir það hámark. Bankinn sótti um allt að heimild til kaupa á fjórðungshlut í félaginu en heimild stjórnvalda hljóðaði aðeins upp á fimmtung.

Kaupþing fer nú með 49.963.821 milljón hluti í Storebrand og verða þeir færðir í hlutdeildarfélag í reikningum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×