Innlent

Fréttamynd

Eignamat gömlu bankanna næsta marklaust

Samanburður á verðmati gömlu bankanna er óraunhæfur. Skilanefnd Kaupþings, sem var stærsti banki landsins fyrir hrunið í fyrra, miðar eignastöðuna við nóvember í fyrra. Hinir bankarnir setja verðmiða á eignir sínar þrjú til sjö ár fram í tímann.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur fellur um ellefu prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur fallið um ellefu prósent í morgun. Þá hefur gengi bréfa í Bakkavör lækkað um 1,58 prósent, Færeyjabanka um eitt prósent og í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,64 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Straums hækka um 8,9 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkað um tæp 8,9 prósent í dag eftir lækkun í síðustu viku. Þá hefur gengi bréfa í Össuri hækkað um 0,43 prósent á annars rólegum degi í Kauphöllinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur féll um 19,3 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um tæp 19,3 prósent á annars rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Á hæla fjárfestingabankans kom Eimskip, sem féll um tíu prósent. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 5,56 prósent, í Bakkavör um 3,55 prósent og Færeyjabanka um 2,89 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,16 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Færeyjabanki hækkar mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag, eða um 3,37 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Alfesca féll um tæp tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 9,72 prósent í Kauphöllinni á fremur rauðum degi. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 8,98 prósent, og Færeyjabanki, sem féll um 3,7 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA

"Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Every­where, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ár rekstrarmanna runnið upp

Stjórnendur fyrirtækja fóru alltof geyst áfram á síðustu árum og keyptu fyrirtæki allt of dýru verði. EBITDA var galdraorðið og menn kepptumst um að kaupa inn EBITDU.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar gengi Straums

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,56 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 3,49 prósent, og Bakkavarar, sem hefur hækkað um 1,6 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Atlantic Petroleum hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 8,05 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa Straums, sem fór upp um 4,12 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Bakkavarar um 0,54 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn hækkar gengi bréfa í Straumi

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör leiddi lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 13,94 prósent í dag og er það mesta fallið. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Marel Food Systems, sem féll um 5,37 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 1,84 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Century Aluminum féll um tæp níu prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, féll um 8,82 prósent í Kauphöllinni í gær. Á eftir fylgdi Straumur, sem féll um 5,7 prósent, Marel Food Systems, sem fór niður um 5,26 prósent, og gengi bréfa í Færeyjabanka, sem féll um 3,46 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,48 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur fellur um tæp átta prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 7,89 prósent við upphaf viðskiptadagsins á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta fall dagsins á annars rólegum degi.Gengi hlutabréfa í félaginu hafði hækkað um 45 prósent síðastliðna viku en um rúm hundrað prósent undangenginn mánuð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Straumi hefur hækkað um 3,15 prósent í Kauphöllinni í dag en félagið er þar eitt á uppleið. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems lækkað um 1,14 prósent og í Össuri um 1,36 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur hækkar um 14,43 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi rauk upp um 14,43 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er langmesta hækkun dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 4,29 prósent og í Bakkavör um 1,49 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Straumur kominn yfir túkall á hlut

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,12 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og fór það yfir tvær krónur á hlut og hefur ekki verið hærra síðan skömmu eftir miðjan desember í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eimskip rauk upp um tæp 55 prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu rauk upp um 54,55 prósent í Kauphöllinni í dag. Aðeins tvö viðskipti standa á bak við hækkunina en gengi bréfa skipaflutningafélagsins standa nú í 85 aurum á hlut.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bakkavör rýkur upp um þrettán prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 12,97 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Fyrirtækið greindi frá því fyrr í dag að það hefði innleyst 104 milljónir punda, um 17 milljarða króna, af reikningi Nýja Kaupþings.

Viðskipti innlent