TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA Óli Kristján Ármannsson skrifar 18. febrúar 2009 07:00 Einar Sigvaldason TellMeTwin starfar nú með helsta hönnuði meðmælakerfis Amazon.com. Tengja á TellMeTwin-meðmælakerfið vefsamfélögum á borð við Facebook, farsímum og netvöfrum. „Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Einar segir að í kjölfar styrkveitingarinnar sé nú að fara í gang öflugt þróunarstarf og leit að samsarfsaðilum í Bandaríkjunum. Verkefnið segir hann unnið í samstarfi við Ara Kristin Jónsson, forseta tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Andreas Weigend, kennara við Berkeley- og Stanford- háskólana í Bandaríkjunum. Weigend er jafnframt fyrrum tæknistjóri (e. chief scientist) hjá Amazon.com og einn af helstu hönnuðum meðmælakerfisins sem vefverslunin notar. Hann starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá ekki ómerkari fyrirtækjum en Nokia, Myspace, Yahoo, Del.icio.us og fleirum slíkum. Á vef Tell Me Twin getur fólk skráð sig og gefið upp viðhorf til margvíslegra hluta með því að taka persónuleikapróf, og getur svo einnig gefið hlutum einkunn, hvort sem það eru kvikmyndir, bækur, matur eða annað. Síðan eru upplýsingar frá svipað þenkjandi einstaklingum notaðar til að mæla með nýjum hlutum við fólk. „Þarna er því bæði lesið í karaktereinkenni og svo lærð viðhorf." „Mikill akkur er í því fyrir okkur að fá Andreas Weigend í þetta með okkur, heilann á bakvið meðmælakerfi Amazon.com sem flestir þekkja og er eitt það viðurkenndasta í heimi," segir Einar. „Með okkur reynir hann nú að að setja nýja staðla á þessu sviði." Markmið TellMeTwin Everywhere er að gera TellMeTwin kleift að vinna með öðrum netsamfélögum, vefsíðum, eða forritum. Með viðbót við internetvafra gæti TellMeTwin vakað yfir því að benda fólki á nýja hluti, eftir því hvaða síður er verið að skoða. Þá er horft til þess að TellMeTwin fái unnið með vefverslunum á borð við Amazon.com, iTunes og fleiri, auk þess að samtvinna það netsamfélögum á borð við Facebook, MySpace, Bebo, Twitter eða önnur slík. Þá er horft til þess að búa til TellMeTwin viðmót í farsíma. Þannig gæti einhver leitað ráða hjá svipað þenkjandi fólki væri hann í vafa um bók sem hann ætlaði að kaupa úti í búð. „Í mars fer ég út til funda með Andreas og leggjumst við þá yfir það með hvaða vefjum TellMeTwin ætti helst að vera að vinna og hvernig," segir Einar. Í Háskólanum í Reykjavík starfar svo tölvunarfræðinemi með Ara Kristni í að forrita tæknilausnina. Tekjur TellMeTwin segir Einar að komi svo einna helst í gegnum samstarf við verslanir. „Núna er það til dæmis þannig að ef tvífari einhvers mælir með bíómynd á vefnum okkar og smellt er á „kaupa" hnappinn, þá er viðkomandi sendur yfir á vef Amazon.com og við fáum 6,0 til 8,5 prósenta sölulaun af því sem hann kaupir þar, á meðan hann hefur netvafrann opinn," segir Einar. „Grunnhugsunin er að fólk geti fengið ráðleggingar hjá fólki sem sagan sýnir að kann að meta svipaða hluti og þú, í stað þess að fólk sé að fá ómarkvissari ráðgjöf hjá vinum og kunningjum. Þetta er sérlega hjálplegt fyrir þá sem hafa afgerandi skoðanir á hlutunum og kannski oft andstætt skoðun fjöldans. Ég kann til dæmis hvorki að meta Hringadróttinssögu né nýju Batman-myndina og því verðmætt fyrir mig að finna tvífara sem deilir með mér þessu ákveðna „persónueinkenni", því allt í kringum mig er fólk að mæla með þessum myndum. Viðkomandi gæti svo auðvitað verið að mæla með einhverju allt öðru en kvikmyndum." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira
TellMeTwin starfar nú með helsta hönnuði meðmælakerfis Amazon.com. Tengja á TellMeTwin-meðmælakerfið vefsamfélögum á borð við Facebook, farsímum og netvöfrum. „Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Everywhere, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin. Einar segir að í kjölfar styrkveitingarinnar sé nú að fara í gang öflugt þróunarstarf og leit að samsarfsaðilum í Bandaríkjunum. Verkefnið segir hann unnið í samstarfi við Ara Kristin Jónsson, forseta tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og Andreas Weigend, kennara við Berkeley- og Stanford- háskólana í Bandaríkjunum. Weigend er jafnframt fyrrum tæknistjóri (e. chief scientist) hjá Amazon.com og einn af helstu hönnuðum meðmælakerfisins sem vefverslunin notar. Hann starfar jafnframt sem ráðgjafi hjá ekki ómerkari fyrirtækjum en Nokia, Myspace, Yahoo, Del.icio.us og fleirum slíkum. Á vef Tell Me Twin getur fólk skráð sig og gefið upp viðhorf til margvíslegra hluta með því að taka persónuleikapróf, og getur svo einnig gefið hlutum einkunn, hvort sem það eru kvikmyndir, bækur, matur eða annað. Síðan eru upplýsingar frá svipað þenkjandi einstaklingum notaðar til að mæla með nýjum hlutum við fólk. „Þarna er því bæði lesið í karaktereinkenni og svo lærð viðhorf." „Mikill akkur er í því fyrir okkur að fá Andreas Weigend í þetta með okkur, heilann á bakvið meðmælakerfi Amazon.com sem flestir þekkja og er eitt það viðurkenndasta í heimi," segir Einar. „Með okkur reynir hann nú að að setja nýja staðla á þessu sviði." Markmið TellMeTwin Everywhere er að gera TellMeTwin kleift að vinna með öðrum netsamfélögum, vefsíðum, eða forritum. Með viðbót við internetvafra gæti TellMeTwin vakað yfir því að benda fólki á nýja hluti, eftir því hvaða síður er verið að skoða. Þá er horft til þess að TellMeTwin fái unnið með vefverslunum á borð við Amazon.com, iTunes og fleiri, auk þess að samtvinna það netsamfélögum á borð við Facebook, MySpace, Bebo, Twitter eða önnur slík. Þá er horft til þess að búa til TellMeTwin viðmót í farsíma. Þannig gæti einhver leitað ráða hjá svipað þenkjandi fólki væri hann í vafa um bók sem hann ætlaði að kaupa úti í búð. „Í mars fer ég út til funda með Andreas og leggjumst við þá yfir það með hvaða vefjum TellMeTwin ætti helst að vera að vinna og hvernig," segir Einar. Í Háskólanum í Reykjavík starfar svo tölvunarfræðinemi með Ara Kristni í að forrita tæknilausnina. Tekjur TellMeTwin segir Einar að komi svo einna helst í gegnum samstarf við verslanir. „Núna er það til dæmis þannig að ef tvífari einhvers mælir með bíómynd á vefnum okkar og smellt er á „kaupa" hnappinn, þá er viðkomandi sendur yfir á vef Amazon.com og við fáum 6,0 til 8,5 prósenta sölulaun af því sem hann kaupir þar, á meðan hann hefur netvafrann opinn," segir Einar. „Grunnhugsunin er að fólk geti fengið ráðleggingar hjá fólki sem sagan sýnir að kann að meta svipaða hluti og þú, í stað þess að fólk sé að fá ómarkvissari ráðgjöf hjá vinum og kunningjum. Þetta er sérlega hjálplegt fyrir þá sem hafa afgerandi skoðanir á hlutunum og kannski oft andstætt skoðun fjöldans. Ég kann til dæmis hvorki að meta Hringadróttinssögu né nýju Batman-myndina og því verðmætt fyrir mig að finna tvífara sem deilir með mér þessu ákveðna „persónueinkenni", því allt í kringum mig er fólk að mæla með þessum myndum. Viðkomandi gæti svo auðvitað verið að mæla með einhverju allt öðru en kvikmyndum."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Rúna nýr innkaupastjóri Banana Viðskipti innlent Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Sjá meira