Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um fjögur prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 2,7 prósent. Önnur hreyfing er ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði.
Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 0,93 prósent og stendur hún í 314 stigum.