Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag, eða um 3,37 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,5 prósent.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í Straumi lækkað um 0,9 prósent.
Önnur félög hafa ekki hreyfst á íslenskum hlutabréfamarkaði það sem af er á annars rólegum degi. Viðskipti eru sex talsins upp á tuttug milljónir króna.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,45 prósent og stendur hún í 297 stigum. Vísitalan fór í fyrsta sinn í gær undir 300 stigin og hafði þá aldrei fyrr verið lægri í lok dags.