Viðskipti innlent

Straumur féll um 19 prósent - gamla Úrvalsvísitalan aldrei lægri

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um rúm nítján prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni áður en það jafnaði sig lítillega í dag. Það stendur nú í 1,83 krónum á hlut.

Þetta er langmesta fallið í dag.

Á sama tíma lækkaði gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össuri um 0,42 prósent.

Gengi bréfa í Marel Food Systems hefur hins vegar hækkað um 0,2 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan hefur fallið um 2,49 prósent í dag og er komið í nýtt lægðamet, 287 stig. Nýja vísitalan (OMXI6) hefur fallið um 3,93 prósent á sama tíma og stendur hún í 847,42 stigum. Vegur þar gengisfall Straums þyngst.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×