Innlent

Fréttamynd

Mikil spenna um annað og þriðja sætið

Aðeins munar átján atkvæðum á Róberti Marshall og Lúðvíki Bergvinssyni í þriðja stætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Búið er að telja tæpan helming atkvæða. Björgvin G. Sigurðsson er nokkuð öruggur í fyrsta sætinu.

Innlent
Fréttamynd

Björgvini þakklæti í huga

Björgvini G. Sigurðssyni er mikið þakklæti í huga til þeirra sem studdu hann í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Björgvin er nú efstur í prófkjörinu en hann segir vert að hafa í huga að einungis sé búið að telja tæpan helming atkvæða. Róbert Marshall býður sig nú fram í fyrsta sinn og er í þriðja sæti. Róbert þakkaði kjósendum þegar búið var að birta tölur í þriðja sinn.

Innlent
Fréttamynd

Þakklát fyrir björgunina

Ferðalangarnir, sem komust í hann krappan á Möðrudalsöræfum í gær þegar rúður brotnuðu í bíl þeirra í aftakaveðri, eru þakklátir bjargvættum sínum. Þeir segja lífsreynsluna hafa verið ógnvænlega en ógleymanlega.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um horfur í efnahagslífinu

Forsætisráðherra staðhæfði á Alþingi í dag að þenslan væri á mikilli niðurleið og spenna mjög að minnka í efnahagslífinu. Formaður Vinstri grænna fullyrti hins vegar á móti að ekkert gengi að vinna á jafnvægisleysinu.

Innlent
Fréttamynd

Lést eftir neyslu á e-töflu

Kona á þrítugsaldri lést á laugardagsmorgun eftir að hafa tekið inn e-töflu og tveir piltar, á sautjánda ári, voru fluttir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun eftir neyslu á e-töflum. Þeir liggja nú á Barnaspítala Hringsins alvarlega veikir.

Innlent
Fréttamynd

Róbert kominn í 3. sæti

Björgvin G. Sigurðsson er enn í 1. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi þegar búið er að telja 2.000 atkvæði. Björgvin er með 706 atkvæði í 1. sæti. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti með 617 atkvæði í 1.-2. sætið. Róbert Marhall er í 3 sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Björgvin G. Sigurðsson leiðir eftir fyrstu tölur

Fyrstu tölur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi voru birtar klukkan 18:20. Björgvin G. Sigurðsson er nú í 1. sæti með 503 atkvæði. Ragnheiður Hergeirsdóttir er í 2. sæti. Lúðvík Bergvinsson er í 3 sæti. Róbert Marshall í 4. sæti og Jón Gunnarsson í 5. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í Súgandafirði

Jeppi valt í Súgandafirði á fimmta tímanum í dag. Slysið átti sér stað við bæinn Botn. Fjórir voru í bílnum þegar hann valt og sluppu allir ómeiddir. Bíllinn er gjörónýtur en lögreglan á Ísafirði segir hálku hafa verið á svæðinu þegar slysið átti sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður fundaði með Jústsjenkó

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra átti í dag fundi með Viktor Jústsjenkó, forseta Úkraínu, og Borys Tarasjúk utanríkisráðherra en ráðherra er í opinberri heimsókn í Úkraínu.

Innlent
Fréttamynd

Mælir með kaupum á bréfum Mosaic Fashions

Greiningardeild Kaupþings banka hefur gefið út verðmat á Mosaic Fashions. Í verðmatinu segir að deildin telji vaxtarmöguleika Mosaic felast fyrst og fremst í opnun nýrra verslana utan Bretlands, sérstaklega á mörkuðum sem hafi reynst félaginu vel. Mælir deildin með kaupum á bréfum Mosaic Fashions.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn spáir 7,2 prósenta verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans segja í endurskoðaðri verðbólguspá fyrir nóvember að verðhjöðnun verði upp á 0,1 prósent á milli mánaða, sem er lækkun frá óbreyttri vísitölu í fyrri. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga nema 7,2 prósentum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir ýmis brot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag karlmann í 15 mánaða fangelsi og svipti hann ökuleyfi í fimm ár fyrir ítrekaðan ölvunarakstur og vopnalagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í haust. Maðurinn játaði fúslega brot sín fyrir dómi en hann á að baki sakaferil sem nær aftur til ársins 1997.

Innlent
Fréttamynd

Methagnaður hjá SPRON

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) skilaði 9,8 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaðurinn nú er orðinn meiri en SPRON skilaði á öllu síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Davíð verður ekki forstjóri Alþjóða­heilbrigðs­málastofnunarinnar

Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, er úr leik í samkeppninni um að verða næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Hann var tilnefndur fyrir Íslands hönd en var ekki í hópi þeirra fimm sem framkvæmdastjórn stofnunarinnar valdi til áframhaldandi mats.

Innlent
Fréttamynd

Safna 10 þúsund rúllum og böggum til uppgræðslu

Rangárþing eystra og Landgræðsla ríkisins hafa gert með sér samkomulag um söfnun 10 þúsund heyrúllna og bagga á næstu fjórum árum til að nota við heftingu sandfoks með það að markmiði að tryggja örugga umferð til og frá fyrirhugaðri höfn í Bakkafjöru á Landeyjasandi.

Innlent
Fréttamynd

Fimmti hver Dani fylgjandi dauðarefsingu

Fimmti hver Dani er fylgjandi því að taka aftur upp dauðarefsingar í landinu samkvæmt nýrri könnun sem rannsóknarstofnunin IFKA hefur gert. Sagt er frá því á vef Jótlandspóstsins að dauðarefsing hafi verið endanlega tekin úr lögum í Danmörku árið 1993 en í dag séu um 20 prósent þjóðarinnar sem telji að refsa skuli fyrir sum brot með dauðadómi.

Erlent
Fréttamynd

Actavis setur sykursýkilyf á markað í Bandaríkjunum

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glipizide ER í Bandaríkjunum sem er samheitalyf frumlyfsins Glucotrol XL®, sem framleitt er af Pfizer. Fram kemur í tilkynningu frá Actabvis að heildarsala lyfsins síðastliðið ár í Bandaríkjunum nemi um 13 milljörðum króna en Actavis er eitt af þremur fyrirtækjum á markaði með lyfið.

Innlent
Fréttamynd

Vanskil á virðisaukaskatti fara vaxandi

Ríkisendurskoðun segir að vanskil á virðisaukaskatti fari vaxandi og telur tímabært að stjórnvöld kanni hvort ekki ætti að veita skattyfirvöldum heimild til að loka virðisaukaskattsnúmerum ef vanskil eru stórfelld. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu stofnunarinnar um endurskoðun ríkisreiknings fyrir árið 2005.

Innlent
Fréttamynd

Sekt fyrir ósiðlegt athæfi gagnvart frænku sinni

Karlmaður hefur í Héraðsdómi Reykjaness verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt fyrir að hafa sýnt frænku sinni ósiðlegt og ruddalegt athæfi með því að taka fjórar myndir af henni á meðan hún svaf í nærbuxum og bol einum fata.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart fyrrverandi eiginkonu

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára fyrir að hafa ráðist inn á heimili fyrrverandi eiginkonu sinnar og beitt hana ofbeldi. Fram kemur í dómnum maðurinn hafi komið að heimilinu og viljað fá barn þeirra sem þau deildu um forræði yfir. Því hafi konan neitað og við það hafi maðurinn orðið reiður og meðal annars tekið hana kverkataki.

Innlent
Fréttamynd

Segir hrikta í stoðum kerfisins vegna innflytjendamála

Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins, segir hrikta í stoðum kerfisins sem sé ekki tilbúið að taka við auknum fjölda innflytjenda. Hún segir stjórnmálamenn ekki þora að lýsa skoðunum sínum um vanda af málum innflytjenda af ótta við að fá stimpil kynþáttafordóma, sem hefði áhrif á vinsældir og niðurstöðu prófkjöra.

Innlent
Fréttamynd

Ung kona lést og tveir veikir eftir að hafa tekið inn e-töflur

Lögreglan í Reykjavík vill vara sérstaklega við notkun e-taflna en aðfaranótt laugardags lést ung kona sem hafði tekið inn e-töflu. Talið er að hún hafi keypt e-töflu af óþekktum aðila, sennilega á föstudagskvöld. Þá voru tveir ungir menn fluttir alvarlega veikir á sjúkrahús á sunnudagsmorgun. Þeir höfðu sömuleiðis tekið inn e-töflur.

Innlent
Fréttamynd

Velti bíl í snjókrapa á Hellisheiði í gærkvöld

Ökumaður jepplings missti stjórn á bifreið sinni í snjókrapa á Hellisheiði seint í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bifreiðin valt út fyrir veg. Ökumaður hlaut höfuðhögg og var fluttur á slysadeild Landspítalans að því er fram kemu á vef lögreglunnar á Selfossi. Í ljós kom að meiðsli ökumanns, sem var einn í bifreiðinni, reyndust ekki mikil og má þakka það bílbelti sem ökumaður var með spennt við aksturinn.

Innlent
Fréttamynd

SVÞ vilja sjá útreikninga vegna lækkunar matarverðs

Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á það við forsætisráðuneytið að fá að sjá helstu útreikninga sem liggja til grundvallar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til þess að lækka matarverð um 16 prósent í mars á næsta ári, en ekki enn fengið svar.

Innlent
Fréttamynd

Tugmilljóna tjón í óveðri í Búðardal

Tugmilljóna tjón varð í óveðrinu í Búðardal í gær þegar sjór braut sér meðal annars leið inn í sláturhúsið þar og hluti stór hluti sjóvarnargarðs við smábátahöfnina sópaðist í burtu. Þá eyðilagðist meira og minna bundið slitlag sem lagt var á allt hafnarsvæðið og önnur athafnasvæði þar í grennd og leiðslur undir því rofnuðu.

Innlent
Fréttamynd

Kaupþing eykur hlutafé bankans

Kaupþing banki ætlar að bjóða út nýja hluti í bankanum sem nemur allt að 10 prósentum af heildarhlutafé í bankanum. Sótt verður um skráningu á nýju hlutunum, sem gefnir verða út í tengslum við útboðið, á aðallista Kauphallar Íslands og á O-lista Kauphallarinnar í Stokkhólmi.

Viðskipti innlent