Innlent

Gistinóttum fjölgar um nærri fjórðung í september

MYND/Páll Bergmann

Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði um tæpan fjórðung miðað við sama mánuð í fyrra. Þetta sýna nýjar tölur frá Hagstofu Íslands. Gistinæturnar voru nærri 115 þúsund í september síðastliðnum en tæplega 94 þúsund í sama mánuði í fyrra.

Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum í mánuðinum en þó hlutfallslega mest á Norðurlandi, eða um rúm 40 prósent. Þegar horft er til fyrstu níu mánaða ársins og þeir bornir saman við sama tímabil í fyrra þá hefur gistinóttum fjölgað um nærri hundrað þúsund, eða ellefu prósent.

Tölur Hagstofunnar sýna einnig að gistinætur útlendinga eru rúm 80 prósent af heildarfjölda gistinátta á hótelum í september síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×