Innlent

Actavis setur sykursýkilyf á markað í Bandaríkjunum

Íslenska samheitalyfjafyrirtækið Actavis hefur sett á markað sykursýkilyfið Glipizide ER í Bandaríkjunum sem er samheitalyf frumlyfsins Glucotrol XL®, sem framleitt er af Pfizer. Fram kemur í tilkynningu frá Actabvis að heildarsala lyfsins síðastliðið ár í Bandaríkjunum nemi um 13 milljörðum króna en Actavis er eitt af þremur fyrirtækjum á markaði með lyfið.

Búist er við að lyfið verði í hópi fimm söluhæstu lyfja félagsins í Bandaríkjunum. Í tilkynningunni segir enn fremur að Bandaríkin séu stærsti einstaki markaður Actavis og nema tekjur þar um þriðjungi af heildartekjum samstæðunnar. Um 150 lyf eru nú í sölu og um 100 lyf í þróun fyrir Bandaríkjamarkað á vegum Actavis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×