Innlent

Víða hálka og þungfært á vegum

Frá Fagradal
Frá Fagradal Mynd/Ásgrímur Ásgrímsson

Hálkublettir eru víða á Suður- og Vesturlandi.

Hálka, hálkublettir og snjóþekja er á Vestfjörðum.

Þungfært er á Þorskafjarðarheiði.

Hálka og hálkublettir eru á Norðurlandi.

Hálkublettir eru á Norðausturlandi.

Á Austurlandi eru hálkublettir á Oddskarði, Öxi og Breiðdalsheiði.

Vegna malbikunarframkvæmda við Múlagöng verða göngin lokuð fyrir allri

umferð frá kl. 21 til 23:30 annað kvöld og verður umferð hleypt í gegn frá

23:30 til 24:00, og verða síðan lokuð frá miðnætti til kl. 6 aðfaranótt 8.

nóv. Þessi tilhögun verður næstu daga.

Nú stendur yfir lokahnykkur á færslu Sæbrautar milli Laugarnesvegar og

Langholtsvegar. Í þessum áfanga þarf að gera lagnaþveranir, tengja

gatnamót Sundagarða - Dalbrautar, ljúka uppsetningu umferðarljósa og ljúka

malbikun á eystri hluta vegarins. Vegfarendur eru beðnir að sýna sérstaka

aðgæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×