Innlent

Fréttamynd

Ríflega 3100 hafa kosið hjá Samfylkingu í Reykjavík

Klukkan 14.45 höfðu 3118 kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þar af eru 1087 utankjörfundaratkvæði. Sem fyrr segir er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal og lýkur kjörfundi klukkan 18 og þá verða fyrstu tölur birtar.

Innlent
Fréttamynd

Jeppar fuku út af Suðurlandsvegi

Lögreglan í Vík varar ökumenn við hálku og sterkum vindhviðum á Suðurlandsvegi austan við Kirkjubæjarklaustur. Tvö umferðaróhöpp áttu sér stað í morgun á þessum slóðum þar sem að jeppabifreiðar fuku af veginum og skemmdust talsvert en engin slys urðu á fólki.

Innlent
Fréttamynd

Um 20 prósenta kjörsókn í Suðurkjördæmi á hádegi

Kjörsókn í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var um 20 prósent upp úr hádegi en um 6000 manns eru á kjörkskrá. Töluvert er um nýskráningar í flokkinn en þar berjast 13 manns um sæti á lista flokksins fyrir komandi þingkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Ríflega 2500 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar kl. 13.30

2502 höfðu kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík klukkan hálftvö, þar af 1087 utan kjörfundar. Prófkjörið fer fram í dag og er kosið í félagsheimili Þróttar í Laugardal. Kjörfundur hófst klukkan tíu og stendur til sex og er búist við fyrstu tölum fljótlega eftir það.

Innlent
Fréttamynd

RKÍ fagnar auknu fé til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Þeir innflytjendur sem ekki tala íslensku standa einna verst að vígi í þjóðfélaginu samkvæmt könnun sem Rauði krossinn stóð að. Vegna þessa fagnar félagið þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var í gær, að verja 100 milljónum króna á næsta ári til íselnskukennslu fyrir útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Engar breytingar á heimsókn sendiherra þrátt fyrir árásir

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir að engar breytingar verði á heimsókn sendiherra Ísraels hingað til lands í næstu viku. Stjórnvöld muni þó koma því á framfæri að þau fordæmi árásirnar á óbreytta borgara í bænum Beit Hanoun á Gaza sem kostuðu átján, þar af tíu börn, lífið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert ferðaveður víða á Norðaustur- og Austurlandi

Ekkert ferðaveður er víða á Norðaustur- og Austurlandi allt frá Öxarfirði suður að Hornafirði samkvæmt Vegagerðinni og því fólki ráðið frá því að vera þar á ferðinni. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka og skafrenningur en óveður austan Öxarfjarðar og eins yfir Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi er víða mjög hvasst og Öxi er þungfær.

Innlent
Fréttamynd

Tekist á um fjórðung líklegra þingsæta í dag

Nokkrir sitjandi þingmenn, bæði Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, eru taldir í verulegri fallhættu í prófkjörum sem fram fara í dag. Þá má telja nokkuð víst að prófkjörin skili nýliðum inn í örugg sæti á framboðslistum, en alls er tekist á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

1850 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík

Nýjustu tölur um kjörsókn í prófkjörum dagsins eru þær að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum höfðu 1850 manns kosið nú rétt fyrir klukkan tólf. Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi höfðu um 700 manns kosið nú skömmu fyrir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Lést eftir bruna í Ferjubakka

Konan sem brenndist illa í eldsvoða í Ferjubakka 12 á þriðjudagskvöldið var lést af sárum sínum á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss á fimmtudagsmorgun. Hún hét Anna Hauksdóttir og var 58 ára, fædd 20. janúar 1948.

Innlent
Fréttamynd

Flogið til Akureyrar og Ísafjarðar

Flogið var til Ísafjarðar og Akureyrar nú skömmu fyrir hádegið en enn er ekki hægt að fljúga til Egilsstaða eða Vestmannaeyja. Ekkert hefur verið flogið til staðannna fjögurra síðan á fimmtudagskvöld vegna veðurs. Fyrsta vélin til Ísafjarðar fór um klukkan hálftólf og sú fyrsta til Akureyrar nú klukkan korter í tólf.

Innlent
Fréttamynd

Vilja taka upp samning um sölu Landsvirkjunar

Borgarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu það til á aukafundi borgarráðs sem hófst klukkan tíu að samningur um sölu Landsvirkjunar yrðu teknir upp þannig að ásættanleg niðurstaða fengis fyrir Reykjavíkurborg og borgarbúa.

Innlent
Fréttamynd

Flutti ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti í gær ræðu á ráðstefnu um heimsleika Special Olympics en þeir verða haldnir í Shanghai í október á næsta ári. Ráðstefnan var haldin í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York.

Innlent
Fréttamynd

Stórhríð og vonskuveður á Norðausturlandi

Vegagerðin varar við stórhríð við vestanverðan Eyjafjörð og segir vonskuveður þaðan um allt norðaustanvert landið. Á Vestfjörðum er víða þæfingur en verið er að hreinsa helstu leiðir og á Norðurlandi vestra er vetrarfærð en hvergi fyrirstaða.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú prófkjör vegna alþingiskosninga í dag

Þrjú prófkjör fara fram í dag þar sem tekist er á um fjórðung líklegra þingsæta á næsta Alþingi Íslendinga. Prófkjörin eru hjá Samfylkingunni í Reykjavíkurkjördæmunum, sem hefur þar átta þingmenn, hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi, sem þar hefur fimm þingmenn, og hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi, sem hefur þrjá þingmenn þar.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta í miðborg Reykjavíkur í nótt

Tveir fólksbílar rákust saman á mótum Skothúsvegar og Fríkirkjuvegar í miðbæ Reykjavíkur laust eftir miðnætti í nótt með þeim afleiðingum að annar bíllinn valt. Í báðum bílum var ungt fólk, alls sex manns, og þurfti hluti hópsins að leita aðhlynningar á slysadeild.

Innlent
Fréttamynd

Burðardýrið var aðeins 18 ára

Þingfest hefur verið í Héraðsdómi Reykjavíkur mál fimm einstaklinga, þrigga karlmanna og tveggja kvenna, vegna tilraunar þeirra til stórfellds smygls á kókaíni hingað til lands.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ófærð á vegum

Þæfingur og óveður er á Öxnadalsheiði og þar er ekkert ferðarveður. Búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu.

Innlent
Fréttamynd

Ófærð á Öxnadalsheiði

Lögreglan á Akureyri var kölluð upp á Öxnadalsheiðina undir kvöld vegna vöruflutningabifreiðar sem að lenti í vandræðum upp á Bakkaselsbrekku vegna vonskuveðurs.

Innlent
Fréttamynd

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um íslenskukennslu fyrir útlendinga

Rauði kross Íslands fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að verja 100 milljónum króna á næsta ári til sérstaks verkefnis um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Félagið telur þessa ákvörðun mikilvægt skref í að gera innflytjendum kleift að nýta hæfileika sína og menntun til að verða fullgildir og sjálfstæðir þáttakendur á öllum sviðum samfélagsins.

Innlent