Innlent

Fréttamynd

Falsaðir seðlar í umferð

Þrír falsaðir seðlar hafa uppgötvast í borginni á síðustu dögum. Fölsunarmálum hefur þó fækkað á síðustu árum og þakkar Seðlabankinn það nýjum öryggisþáttum í peningaseðlunum.

Innlent
Fréttamynd

Raforkuverð til almennings hækkar um 2,4 prósent um áramót

Raforkuverð til almennings á veitusvæði Orkuveitu Reykjavíkur hækkar um 2,4 prósent frá áramótum. Þetta kom fram á stjórnarfundi Orkuveitunnar í dag. Fram kemur á heimasíðu fyrirtækisins að hækkunina megi rekja til hækkunar á gjaldskrá Landsvirkjunar um tíu prósent frá ársbyrjun 2005, en Orkuveitan kaupir um 60 prósent af rafmagni til almennings af Landsvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Björn á ráðherrafundi Pompidou-hópsins

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, flutti í dag ræðu á ráðherrafundi Pompidou-hópsins svokallaða í Strassborg, en hópurinn starfar undir handarjaðri Evrópuráðsins og samræmir stefnu og starf þátttökuríkjanna í baráttunni gegn fíkniefnum.

Innlent
Fréttamynd

Tap HB Granda ríflega milljarður á fyrstu níu mánuðum ársins

Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækisins HB Granda nam rúm einum og hálfum milljarði króna á þriðja ársfjórðungi ársins samkvæmt uppgjöri. Er það nærri milljarði meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tap fyrirtækisins á fyrstu níu mánuðum ársins rúmlega milljarður en ríflega 900 milljóna króna hagnaður varð af rekstri fyrirtækisins á sama tíma í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Fréttir Stöðvar 2 fá nýtt útlit og lengjast

Í kvöld verða breytingar hjá sjónvarpsfréttastofu 365 miðla. Tekið verður upp upprunalega heitið Fréttastofa Stöðvar 2 og samfara því fær fréttastofan og öll umgjörð fréttaútsendingarinnar - sem og Ísland í dag og Ísland í bítið - nýja og gerbreytta ásýnd. Fréttastef hafa líka verið endurunnin. Fréttatími Stöðvar 2 lengist á þessum tímamótum og hefst frá og með deginum í dag kl. 18.18.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri

Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum.

Innlent
Fréttamynd

Keyrði ítrekað á annan bíl

Lögreglan í Reykjavík fékkst í gær við heldur óvenjulegt mál tengt umferðinni. Þannig ók maður bíl sínum ítrekað og vísvitandi á annan bíl sem var mannlaus og kyrrstæður á bílastæði og hlutust af því nokkrar skemmdir.

Innlent
Fréttamynd

Lögregla leitar manns sem áreitti unga stúlku

Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns á miðjum aldri sem áreitti unga framhaldsskólastúlku kynferðislega við strætóskýli nálægt Laugalækjarskóla í morgun. Að sögn lögreglu átti atvikið sér stað á milli klukkan níu og tíu og er talið að maðurinn hafi berað á sér kynfærin fyrir framan stúlkuna.

Innlent
Fréttamynd

Innbrotum fækkar í Reykjavík

Innbrotum í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík hefur fækkað nokkuð frá árinu 2003 samkvæmt nýjum tölum sem birtar eru á vef lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Tap OR 1,4 milljarðar á fyrstu níu mánuðum ársins

Tap Orkuveitu Reykjavíkur nam rúmum 1,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samkvæmt uppgjöri sem birt er á heimasíðu Kauphallar Íslands. Til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins rúmir 3,5 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Guðni tekur undir orð Jóns

Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, tekur undir orð Jóns Sigurðssonar, formanns flokksins, um að það hafi verið mistök að styðja innrásina í Írak fyrir rúmum þremur árum. Þá segir hann nýjan stjórnunarstíl hafa fylgt nýjum forystumönnum ríkisstjórnarflokkanna, þeim Geir H. Haarde og Jóni Sigurðssyni.

Innlent
Fréttamynd

Ekið á gangandi vegfaranda í Reykjanesbæ

Ekið var á gangandi vegfaranda á mótum Vesturgötu og Hringbrautar í Reykjanesbæ nú skömmu eftir hádegið. Lögregla hefur eftir vitnum að slysinu að ungur maður hafi hlaupið yfir götu og orðið þá fyrir bíl sem kom akandi en þó ekki á miklum hraða.

Innlent
Fréttamynd

Helgi Magnús tekur við efnahagsbrotadeildinni

Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari hjá ríkissaksóknara, tekur við embætti saksóknara efnahagsbrota og yfirmanns efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra í tenglsum við umfangsmiklar skipulagsbreytingar á löggæslumálum.

Innlent
Fréttamynd

Fitch stafestir lánshæfiseinkunnir Landsbankans

Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch staðfesti í kjölfar árlegrar skoðunar í dag óbreyttar lánshæfimatseinkunir Landsbankans. Lánshæfimatseinkun fyrir langtímaskuldbindingar er A, skammtímaeinkun er F1, Stuðningur 2 og fjárhagslegur styrkur er B/C. Horfur lánshæfimatsins eru stöðugar, samkvæmt Fitch.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið sýknað af kröfum Ásatrúarfélagsins

Íslenska ríkið hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum Ásatrúarfélagsins um sambærilegar greiðslu sambærilegra gjalda félagsmanna og greidd eru í kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Allsherjargoði telur þó að um áfangasigur sé að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Óveður undir Hafnarfjalli

Vegagerðin varar við óveðri undir Hafnarfjalli. Þá er stórhríð í Reykhólasveit á Vestfjörðum og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er hálka og stórhríð á Steingrímsfjarðarheiði.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar meti varnarþörf sína

Varnarmálaráðherra Noregs segir eigið mat Íslendinga á varnarþörf þeirra og sanngjarna skiptingu kostnaðar forsendu varnarsamstarfs ríkjanna. Óformlegar viðræður um varnir Íslands fara að öllum líkindum fram á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hófst í dag í Lettlandi.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr væntingum neytenda

Dregið hefur úr tiltrú neytenda síðustu vikurnar ef marka má Væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember sem birt var í morgun. Almennt eru neytendur mjög jákvæðir gagnvart efnahagslífinu, en þó eru þeir aðeins fleiri um þessar mundir sem telja að ástandið muni versna en hinir sem telja að það muni batna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

OECD spáir hækkun stýrivaxta og 20% viðskiptahalla á árinu

Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) segir í nýútkominni hagspá fyrir aðildarríkin að mikilvægt sé að íslenska hagkerfið kólni jafnt og þétt á næstu misserum til að minnka hættuna á slæmum skelli. OECD spáir frekari hækkun stýrivaxta á næstunni en gerir ráð fyrir að þeir taki að lækka á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Vaxtarverkir í skattkerfinu

Skattalögum þarf að breyta svo að fyrirtæki standi klár á því hver beri ábyrgð á sköttum og lífeyrissjóðsgreiðslum erlendra starfsmanna, segir forstöðumaður skatta- og lögfræðisviðs Deloitte. Hann segir vaxtaverki í skattkerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Steingrímur og Þuríður efst í forvali VG í NA-kjördæmi

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, leiðir lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingksningar en hann varð efstur í forvali flokksins í kjördæminum sem fram fór nú í nóvember. Hinn þingmaður Vinstri - grænna í kjördæminu, Þuríður Backman, er í öðru sæti listans og Björn Valur Gíslason, sjómaður á Ólafsfirði, í því þriðja.

Innlent
Fréttamynd

Fá umönnunarbætur áfram í fæðingarorlofi

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun frumvarp Magnús Stefánssonar, félagsmálaráðherra, um breytingu á lögum um fæðingarorlof. Frumvarpið felur það í sér að umönnunarbætur falla ekki niður á meðan að einstaklingar eru í fæðingarorlofi.

Innlent
Fréttamynd

Alvarlegt ástand í Blóðbankanum

Alvarlegt ástand er í Blóðbankanum og mikill skortur á blóði og því eru blóðgjafar hvattir til að leggja sitt af mörkum næstu daga. Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis í Blóðbankanum, hefur mikið verið notað af blóði síðustu vikuna, þó sérstaklega um helgina, sem veldur því að öryggisbirgðir í Blóðbankanum eru komnar niður fyrir æskileg mörk

Innlent
Fréttamynd

Sakfellingar vegna fíkniefnabrota ellefufaldast á tólf árum

Sakfellingum vegna fíkniefnabrota fjölgaði ríflega ellefufalt á árunum 1993 til 2005 samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar um sakfellingar í opinberum málum við héraðsdómstóla landsins. Þetta er í fyrsta sinn sem þessar tölur eru birtar opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Faxaflóahafnir kaupa Katanesland fyrir 110 milljónir

Faxaflóahafnir hafa gengið frá kaupum á Kataneslandi og spildum úr þar í grennd af ríkissjóði fyrir 110 milljónir króna. Fyrir áttu hafnirnar talsvert landsvæði við Grundartanga og er það nú saman lagt rösklega 600 hektarar.

Innlent
Fréttamynd

Aðstoðuðu ökumann á Steingrímsfjarðarheiði

Björgunarsveitarmenn frá Hólmavík fóru í leiðangur upp á Steingrímsfjarðarheiði í gærkvöldi til að koma ökumanni til aðstoðar eftir að hann hafði misst bíl sinn út af veginum. Ökumanninn sakaði ekki en blindbylur var á svæðinu þegar óhappið varð.

Innlent
Fréttamynd

Þefvísir lögreglumenn

Tvö fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík í nótt, en í hvorugu þeirra var um mikið af efnum að ræða. Fyrst fannst fíkniefni í bíl, sem stöðvaður var við eftirlit. Ökumaður, sem er þekktur brotamaður, var einnig réttindalaus.

Innlent