Innlent

Rafmagn fór af í Reykhólasveit í slæmu veðri

Rafmagn er nú komið á á flestum stöðum í Reykhólasveit á Vestfjörðum en rafmagn fór þar af fyrr í dag. Að sögn Þorsteins Sigfússonar, svæðisstjóra Orkubús Vestfjarða á Hólmavík, var slæmu veðri líklega um að kenna og er dísilrafstöð nú notuð til rafmagsframleiðslu að Reykhólum. Þorsteinn segir líklegt einhverjir bæjir séu enn án rafmagns því línur hafi slitnað í Gilsfirði og á Reykjanesi og segir Þorsteinn að einhvern tíma taki að gera við þær.

Stórhríð er nú í Reykhólasveit og ófært um Klettsháls, Kleifaheiði, Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall. Þá er orðið þungfært, stórhríð og ekkert ferðaveður Steingrímsfjarðarheiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×