Innlent

Alvarlegt ástand í Blóðbankanum

MYND/Stefán

Alvarlegt ástand er í Blóðbankanum og mikill skortur á blóði og því eru blóðgjafar hvattir til að leggja sitt af mörkum næstu daga. Að sögn Sveins Guðmundssonar, yfirlæknis í Blóðbankanum, hefur mikið verið notað af blóði síðustu vikuna, þó sérstaklega um helgina, sem veldur því að öryggisbirgðir í Blóðbankanum eru komnar niður fyrir æskileg mörk.

Að sögn Sveins eru nú til um 500 einingar af blóði í bankanum en æskilegt lágmark er um 700 einingar og því hvetur hann blóðgjafa til þess að heimsækja bankann, en hann er við Barónsstíg. S

veinn segir að við þessar aðstæður geti orðið erfitt að takast á við einstök tilvik og sömuleiðis ef stórslys verður. Opið verður í Blóðbankanum til klukkan sjö alla vikuna og þá verður blóðbankabíllinn við KB banka að Ármúla 13 til klukkan hálfþrjú.

Aðeins eru um tvær vikur síðan sams konar ástand kom upp í bankanum en þá brugðust landsmenn vel við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×